Fótbolti

Madrídingar snéru taflinu við og eru á leið í átta liða úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daniel Ceballos skoraði sigurmark Madrídinga.
Daniel Ceballos skoraði sigurmark Madrídinga. Aitor Alcalde Colomer/Getty Images

Real Madrid vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Villarreal í spænsku bikarkeppninni Copa del Rey í kvöld. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum eftir fyrri hálfleikinn, en Madrídingar snéru taflinu við í þeim síðari.

Það var Etienne Capoue sem kom heimamönnum í forystu strax á fjórðu mínútu leiksins áður en Samuel Chukwueze sá til þess að liðið fór með 2-0 forystu inn í hálfleikinn með marki á 43. mínútu.

Vinicius Junior minnkaði muninn fyrir Madrídinga snemma í síðari hálfleik áður en Eder Militao jafnaði metin þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. 

Það var svo Daniel Ceballos sem reyndist hetja Madrídinga þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 86. mínútu og liðið þar með á leið í átta liða úrslit á kostnað Villarreal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×