Linda er menntaður lífsþjálfi og hefur hún síðustu ár boðið upp á lífsþjálfunarnámskeið fyrir konur. Þjálfunin er margs konar og snýr meðal annars að líkamlegri og andlegri heilsu, sjálfsvinnu, samböndum og fjármálum. Þar segist hún meðal annars nýta eigin reynslu.
„Ég er búin að fara í gegnum svo margt í mínu lífi“
„Það er ekkert sem kemur mér á óvart hjá konunum mínum, því ég er búin að prófa þetta allt sjálf. Ég er búin að fara í gegnum svo margt í mínu lífi. Þannig ég kem með svona ákveðna reynslu líka, ásamt menntun minni.“
Linda segist einblína á það að kenna konum að taka stjórn á eigin lífi og setjast í bílstjórasætið eins og hún orðar það. Sjálfsniðurrif sé ekki í boði.
„Það sem kom mér mest á óvart þegar ég fór að vinna svona náið með íslenskum konum, er hvað þær eru mikið í sjálfsniðurrifi. Það eiginlega bara bannað hjá mér. Ég er í því að styrkja sjálfsmyndina og styrkja þær og fá þær til þess að hafa trú á sér sjálfum. Því þær eru miklu öflugri en þær gera sér grein fyrir.“
Hægt er að horfa á Ísland í dag í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.