Litaveisla á morgunhimninum yfir Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 21. janúar 2023 11:07 Glitskýin sýndu sitt allra besta í morgun. Vísir/Tryggvi Akureyringar og nærsveitungar hafa heldur betur fengið sýningu í morgun. Stærðarinnar glitský hafa skreytt morgunhimininn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hefur mikil litadýrð einkennt morgunhimininn í Eyjafirði. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský myndist gjarnan í 15 til 30 kílómetra hæð þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu, eins og í morgun. Klippa: Glitský yfir Akureyri „Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (s.n. ,,perlu-móður''-lag í perluskeljum) og eru þau í ýmsum tungumálum því nefnd perlumóðurský,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eins og Vísir sagði frá í vikunni hefur himininn verið afar litskrúðugur upp á síðkastið. Er það rakið til vatnsgufu í heiðhvolfinu sem á ættir að rekja sínar til eldgossins öfluga í Tonga á síðasta ári. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, veltir einmitt upp þeirri spurningu í morgun á Twitter hvort að þessi viðbótarvatnsgufa frá Tonga muni gera það að verkum að glitskýin láti sjá sig oftar á næstunni. Glitský á himni fyrir norðan. Háveturinn er glitskýjatíminn þegar frostið í heiðhvolfinu er hve mest, í kringum 70 gráður. Spurning hvort við sjáum þau aðeins oftar núna þökk sé viðbótarvatnsgufunni í heiðhvolfinu frá Hunga Tonga gosinu. https://t.co/iKWjbrbtKO— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 21, 2023 Veður Akureyri Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hefur mikil litadýrð einkennt morgunhimininn í Eyjafirði. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský myndist gjarnan í 15 til 30 kílómetra hæð þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu, eins og í morgun. Klippa: Glitský yfir Akureyri „Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (s.n. ,,perlu-móður''-lag í perluskeljum) og eru þau í ýmsum tungumálum því nefnd perlumóðurský,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eins og Vísir sagði frá í vikunni hefur himininn verið afar litskrúðugur upp á síðkastið. Er það rakið til vatnsgufu í heiðhvolfinu sem á ættir að rekja sínar til eldgossins öfluga í Tonga á síðasta ári. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, veltir einmitt upp þeirri spurningu í morgun á Twitter hvort að þessi viðbótarvatnsgufa frá Tonga muni gera það að verkum að glitskýin láti sjá sig oftar á næstunni. Glitský á himni fyrir norðan. Háveturinn er glitskýjatíminn þegar frostið í heiðhvolfinu er hve mest, í kringum 70 gráður. Spurning hvort við sjáum þau aðeins oftar núna þökk sé viðbótarvatnsgufunni í heiðhvolfinu frá Hunga Tonga gosinu. https://t.co/iKWjbrbtKO— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 21, 2023
Veður Akureyri Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira