Myndasafni Bærings í Grundarfirði komið á stafrænt form Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 21:05 Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myndasafn og myndavélar Bærings Cecilssonar í Grundarfirði vekja alltaf jafn mikla athygli en safnið og búnaðurinn er til sýnis í „Bæringsstofu“ í sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var fréttaritari í Grundarfirði til fjölda ára. Nú er unnið að því að koma öllum ljósmyndum Bærings á starfrænt form. Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira