Fræðslukvöld SVFR farin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 24. janúar 2023 11:32 Fræðslukvöld Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru að fara í gang en metmæting var á kvöldin síðastliðið vor á einstaklega skemmtilega röð kvölda. Það verður fylgt megin þema eins og í fyrra en byrjað verður á fræðslu um silungsveiði, síðan verður farið í sjóbirting og að lokum verður kvöld tileinkað laxveiði. Fyrsta kvöldið verður haldið núna næstkomandi fimmtudag og sem fyrr verða kvöldin haldin á Ölveri í Glæsibæ. Húsið opnar kl 19:00 og gesta fyrirlesarar kvöldsins verða Ólafur T. Guðbjartsson en hann er betur þekktur sem Óli Urriði A.K.A. dagbók urriða. Hann hefur verið einstaklega öflugur í kynningarstarfi á silungsveiði og hefur örugglega frá mörgu skemmtilegu að segja. Við fáum líka Helgu Gísladóttur á svið en hún hefur áratugareynslu af Veiðivötnum og silungsveiði víða um land. Hún hefur einstakt lag á að vera oftar en ekki veiðnasta konan í þeim hollum sem hún veiðir í og skemmtilegri kona er vandfundin sem veiðifélagi. Að venju verður veglegt happdrætti og hafa veiðibúðirnar Flugubúllan, Veiðiflugur, Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélagið og Veiðiportið gefið mjög rausnarlega í happahylinn. Eins verða veiðileyfi frá SVFR og Veiðikortið. Það eru allir velkomnir. Stangveiði Mest lesið Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðitölur að hækka með hækkandi vatni í Stóru Laxá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði
Það verður fylgt megin þema eins og í fyrra en byrjað verður á fræðslu um silungsveiði, síðan verður farið í sjóbirting og að lokum verður kvöld tileinkað laxveiði. Fyrsta kvöldið verður haldið núna næstkomandi fimmtudag og sem fyrr verða kvöldin haldin á Ölveri í Glæsibæ. Húsið opnar kl 19:00 og gesta fyrirlesarar kvöldsins verða Ólafur T. Guðbjartsson en hann er betur þekktur sem Óli Urriði A.K.A. dagbók urriða. Hann hefur verið einstaklega öflugur í kynningarstarfi á silungsveiði og hefur örugglega frá mörgu skemmtilegu að segja. Við fáum líka Helgu Gísladóttur á svið en hún hefur áratugareynslu af Veiðivötnum og silungsveiði víða um land. Hún hefur einstakt lag á að vera oftar en ekki veiðnasta konan í þeim hollum sem hún veiðir í og skemmtilegri kona er vandfundin sem veiðifélagi. Að venju verður veglegt happdrætti og hafa veiðibúðirnar Flugubúllan, Veiðiflugur, Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélagið og Veiðiportið gefið mjög rausnarlega í happahylinn. Eins verða veiðileyfi frá SVFR og Veiðikortið. Það eru allir velkomnir.
Stangveiði Mest lesið Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðitölur að hækka með hækkandi vatni í Stóru Laxá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði