„Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Atli Ísleifsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 24. janúar 2023 11:52 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að loknum fundi. Hann segir að tilvonandi aðgerðir Eflingar slái sig mjög illa. Hann hvetur starfsfólk Íslandshótela til að kynna sér það sem er í boði. Stöð 2 Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. „Ég hef aldrei setið svona stuttan fund á ævinni,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að fundi loknum. Hann sagði deiluna í algerum hnút og útilokar ekki að leita til félagsdóms. Hann segist ekki sjá fyrir sér hvernig deilan verði leyst. „Ég myndi segja að það væri stál í stál, ég hef aldrei setið svona stuttan fund á ævi minni. Svo fáir hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi. Auðvitað er þessi deila komin í algjöran Gordíons-hnút og við sjáum enga lausn í þessari deilu eftir þennan fund,“ segir Halldór Benjamín. Aðgerðirnar slá hann illa Hann segir aðgerðirnar slá sig afskaplega illa en nú er það í höndum tæplega þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela að greiða atkvæði um vinnustöðvunina. „Ég hvet alla hlutaðeigandi að kynna sér það sem er í boði í SGS-samningnum sem SA hafa boðið með aðlögun til Eflingar og vona auðvitað að þetta fólk sem er að fara að greiða atkvæði komist að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að þeirra hagsmunum sé betur borgið að semja við SA. Það er okkar markmið og hefur verið frá fyrstu mínútu,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Halldór Benjamín eftir fund hjá ríkissáttasemjara Hann bendir á að vel hafi gengið í Karphúsinu síðustu vikur, SA hafi gengið frá kjarasamningum við verkalýðsfélög um land allt og öll félög SGS nema Eflingu. „Okkur hefur tekist að ná samtali við allar samninganefndir, allra stétta, allra verkalýðsfélaga landsins en þegar það kemur að eflingu hefur ekki tekist að spinna neinn þráð og ég hef sagt frá upphafi að mig gruni að hugsjón Eflingar hafi frá öndverðu verið sú að fara í verkfallsaðgerðir,“ segir Halldór Benjamín. Þetta hafi verið markmið Eflingar frá upphafi Að hans mati hefur reynslan kennt sér að véfengja og tortryggja allt sem kemur frá stjórnendum Eflingar. Hann segir SA ætla að nýta sér vinnulöggjöfina og öll þau lagaúrræði sem standa þeim opin með því markmiði að vernda hagsmuni samfélagsins. „Mitt nef segir mér, og ég veit til þess, að Efling hefur farið mjög víða á umliðnum vikum og haldið starfsmannafundi víða. En þau hafi fengið ekki þau viðbrögð við þeim skilaboðum sínum um að fá fólk til verkfalls. En þau hafa nú fundið lítinn hóp, hótelstarfsmenn hjá Íslandshótelum, sem eru tæplega þrjú hundruð. Það þyðr að tæplega eitt prósent félagsmanna Eflingar er að taka slaginn fyrir 21 þúsund manns til að knýja á gerð kjarasamnings,“ segir Halldór Benjamín. Allt stefnir í verkfall að hans mati, nema að verkfallsboðunin verði felld í atkvæðagreiðslunni. Hann vonast eftir því að félagsmenn felli hana og þá er hægt að taka stöðuna á ný. Bjóst ekki við neinni annarri niðurstöðu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að loknum fundi að ekki hafi orðið nein breyting á fundinum. „Nú förum við aftur í Eflingu og höldum áfram þeirri vinnu sem þar er í gangi. Verkfallskosning hefst núna á hádegi, eftir smá stund. Það er okkar verkefni núna.“ Þar sem ekki þurfi að boða til fundar fyrr en að tveimur vikum liðnum er ljóst að verkfall gæti hafist fyrir næsta fund, en fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótela hefjast 7. febrúar, verði slíkt samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Myndin er úr safni.Vísir/Arnar Vonsvikin með þessa niðurstöðu? „Ég bjóst ekki við neinu öðru,“ sagði Sólveig Anna. Sjá má viðtal við Sólveigu Önnu að loknum fundi í spilara að neðan. Klippa: Sólveig Anna eftir stuttan fund hjá ríkissáttasemjara Uppfært: Fundur samninganefndanna stóð yfir í um mínútu. Í fyrri frétt kom fram að það hefði verið nær 25 mínútur en þar með talinn var sá tími sem nefndirnar funduðu hvor fyrir sig áður en þær settust niður til sameiginlegs fundar sem reyndist stuttur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
„Ég hef aldrei setið svona stuttan fund á ævinni,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að fundi loknum. Hann sagði deiluna í algerum hnút og útilokar ekki að leita til félagsdóms. Hann segist ekki sjá fyrir sér hvernig deilan verði leyst. „Ég myndi segja að það væri stál í stál, ég hef aldrei setið svona stuttan fund á ævi minni. Svo fáir hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi. Auðvitað er þessi deila komin í algjöran Gordíons-hnút og við sjáum enga lausn í þessari deilu eftir þennan fund,“ segir Halldór Benjamín. Aðgerðirnar slá hann illa Hann segir aðgerðirnar slá sig afskaplega illa en nú er það í höndum tæplega þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela að greiða atkvæði um vinnustöðvunina. „Ég hvet alla hlutaðeigandi að kynna sér það sem er í boði í SGS-samningnum sem SA hafa boðið með aðlögun til Eflingar og vona auðvitað að þetta fólk sem er að fara að greiða atkvæði komist að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að þeirra hagsmunum sé betur borgið að semja við SA. Það er okkar markmið og hefur verið frá fyrstu mínútu,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Halldór Benjamín eftir fund hjá ríkissáttasemjara Hann bendir á að vel hafi gengið í Karphúsinu síðustu vikur, SA hafi gengið frá kjarasamningum við verkalýðsfélög um land allt og öll félög SGS nema Eflingu. „Okkur hefur tekist að ná samtali við allar samninganefndir, allra stétta, allra verkalýðsfélaga landsins en þegar það kemur að eflingu hefur ekki tekist að spinna neinn þráð og ég hef sagt frá upphafi að mig gruni að hugsjón Eflingar hafi frá öndverðu verið sú að fara í verkfallsaðgerðir,“ segir Halldór Benjamín. Þetta hafi verið markmið Eflingar frá upphafi Að hans mati hefur reynslan kennt sér að véfengja og tortryggja allt sem kemur frá stjórnendum Eflingar. Hann segir SA ætla að nýta sér vinnulöggjöfina og öll þau lagaúrræði sem standa þeim opin með því markmiði að vernda hagsmuni samfélagsins. „Mitt nef segir mér, og ég veit til þess, að Efling hefur farið mjög víða á umliðnum vikum og haldið starfsmannafundi víða. En þau hafi fengið ekki þau viðbrögð við þeim skilaboðum sínum um að fá fólk til verkfalls. En þau hafa nú fundið lítinn hóp, hótelstarfsmenn hjá Íslandshótelum, sem eru tæplega þrjú hundruð. Það þyðr að tæplega eitt prósent félagsmanna Eflingar er að taka slaginn fyrir 21 þúsund manns til að knýja á gerð kjarasamnings,“ segir Halldór Benjamín. Allt stefnir í verkfall að hans mati, nema að verkfallsboðunin verði felld í atkvæðagreiðslunni. Hann vonast eftir því að félagsmenn felli hana og þá er hægt að taka stöðuna á ný. Bjóst ekki við neinni annarri niðurstöðu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að loknum fundi að ekki hafi orðið nein breyting á fundinum. „Nú förum við aftur í Eflingu og höldum áfram þeirri vinnu sem þar er í gangi. Verkfallskosning hefst núna á hádegi, eftir smá stund. Það er okkar verkefni núna.“ Þar sem ekki þurfi að boða til fundar fyrr en að tveimur vikum liðnum er ljóst að verkfall gæti hafist fyrir næsta fund, en fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótela hefjast 7. febrúar, verði slíkt samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Myndin er úr safni.Vísir/Arnar Vonsvikin með þessa niðurstöðu? „Ég bjóst ekki við neinu öðru,“ sagði Sólveig Anna. Sjá má viðtal við Sólveigu Önnu að loknum fundi í spilara að neðan. Klippa: Sólveig Anna eftir stuttan fund hjá ríkissáttasemjara Uppfært: Fundur samninganefndanna stóð yfir í um mínútu. Í fyrri frétt kom fram að það hefði verið nær 25 mínútur en þar með talinn var sá tími sem nefndirnar funduðu hvor fyrir sig áður en þær settust niður til sameiginlegs fundar sem reyndist stuttur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20