Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun þar sem segir að á fundi í gærkvöldi hafi stjórn SA áréttað fullan stuðning samtakanna við fyrirtækið. Sá stuðningur felur meðal annars í sér heimild til að bæta Íslandshótelum allt tjón sem af vinnustöðvun hlýst, verði af verkfalli, úr svokölluðum vinnudeilusjóði samtakanna.
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA sem er einnig framkvæmdastjóri sjóðsins segir eignir sjóðsins séu um fimm milljarðar og að honum sé meðal annars ætlað að bregðast við skæruverkföllum og ef gripið sé til „ómálefnalegra aðgerða gegn fyrirtækjum sem eiga aðild að samtökunum“.
Í ályktuninni frá því í gær segir stjórn SA að engin rök hafi verið færð fyrir því af hverju aðgerðir Eflingar eigi aðeins að beinast að einu fyrirtæki, það sé í andstöðu við anda viðtekinna leikreglna á vinnumarkaði, að því er segir í blaðinu.