Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2023 18:31 Ríkissáttasemjari hefur leitað á náðir Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá Eflingu til að afhenda kjörskrá félagsins. Vísir Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. Efling felst ekki á röksemdarfæslu ríkissáttasemjara fyrir miðlunartillögu og neitar að afhenda kjörskrá félagsins sem er grundvöllur þess að atkvæðagreiðslan geti farið fram um tillöguna. Sólveig Anna Jónsdóttir segir Eflingu sennilega boða víðtækari aðgerðir eftir að niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum á mánudagskvöld.Vísir/Egill „Hann er þarna að reyna að framkvæma einhliða þvingunaraðgerð. Svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði. Fjarlægja lýðræðislegt vald samninganefndar til þess að þröngva upp á okkur svo kallaðri miðlunartillögu. Allur málatilbúnaður hans í kringum það að heimta af okkur kjörskrána stenst ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í sameiginlegri yfirlýsingu fjölmennustu stéttarfélaga opinberra starfsmanna, BHM, BSRB og KÍ er tekið undir þessi sjónarmið. Það væri alvarleg aðgerð og stórt inngrip að gera verkfallsvopn stéttarfélags að engu. Þegar miðlunartillögu væri beitt hefði það ekki aðeins áhrif á það stéttarfélag sem um ræddi heldur öll önnur stéttarfélög í landinu og gæti skapað hættulegt fordæmi, segir meðal annars í yfirlýsingunni. Ályktun stjórnar Starfsgreinasambandsins frá í dag er á svipuðum nótum. Þar segir einnig: ... "brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess." Ríkissáttasemjari stendur við miðlunartillöguna Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir ljóst að atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna geti ekki hafist á morgun. Aðalsteinn Leifsson segir ekki aðalmálið hvort miðlunartillaga hans verði felld eða samþykkt í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm „Þess vegna ákváðum við að vandlega íhuguðu máli að leita eftir fulltingi Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá kjörskrána afhenta til viðkomandi aðila (Advania). Þannig að félagsfólk Eflingar geti greitt atkvæði um þennan valmöguleika," segir ríkissáttasemjari Þá mun embættið setja upp heimasíðu með kynningu á miðlunartillögunni á sex tungumálum ásamt reiknivél. Ríkissáttasemjari hefði fulla heimild samkvæmt lögum til að leggja fram miðlunartillögu þegar viðræður deiluaðila væru komnar í algeran hnút. Formaður Eflingar segir ríkissáttasemjara hins vegar ekki hafa uppfyllt skilyrði um samráð við samninganefnd félagsins áður en miðlunartillagan var lögð fram. „Eina kynningin, ef kynningu mætti kalla, er að við erum kölluð á fund. Þar er mér afhent tilbúin miðlunartillaga rétt tímanlega til að hann geti svo haldið blaðamannafundninn sinn. Ef einhver ætlar að reyna að halda því fram að þetta hafi verið gert með eðlilegum hætti þá er það í mínum huga auglóslega rangt,“ segir Sólveig Anna. Sumir hafa sagt að ríkissáttasemjari verði að segja af sér embætti verði miðlunartillaga hans felld í atkvæðagreiðslu. Hann segir 35 miðlunartillögur hafa verið lagðar fram í sögu embættisins frá árinu 1980. Þar af hafi ellefu verið felldar. „Það sem er mikilvægt hér er ekki hvort miðlunartillagan stendur eða fellur í atkvæðagreiðslu. Það sem er mikilvægt er að félagsfólk Eflingar fái tækifæri til að greiða atkvæði um þennan valkost. Sama um fyrirtækin í Samtökum atvinnulífsins,“ segir Aðalsteinn Leifsson. Efling kynnir víðtækari aðgerðir eftir Helgi Héraðsdómur Reykjavikur tekur mál ríkissáttasemjara fyrir klukkan korter yfir eitt á mánudag. En á mánudagskvöld liggur hins vegar fyrir hvort starfsmenn Eflingar á sjö hótelum samþykkja að hefja verkfall hinn 7. febrúar. Ef það verður niðurstaðan mun Efling að öllum líkindum greina frá áformum um enn víðtækari verkfallsaðgerðir sem gætu náð til olíubílstjóra og eða hafnarverkamanna. Sólveig Anna Jónsdóttir segir ríkissáttasemjara hafa kynnt sér orðinn hlut skömmu áður en hann hélt síðan fréttamannafund þar sem hann greindi almenningi frá miðlunartillögunni.Vísir/Vilhelm Það stendur auðvitað yfir atkvæðagreiðsla um verkföll á sjö hótelum og henni á að ljúka á mánudagskvöld klukkan átta. Hvernig hefur kjörsóknin verið í þeirri atkvæðagreiðslu? „Ég er ekki með nýjustu tölur en síðast þegar ég vissi var hún að ganga mjög vel. Ef samþykkt verður þar að fara í verkfall, þið haldið þá ykkar striki? „Sannarlega gerum við það." Þú hefur líka sagt að þetta væri bara fyrsta skrefið styttist í að þið tilkynnið önnur skref og frekari aðgerðir þá? „Já, samninganefnd Eflingar kemur saman á mánudagskvöldið bæði auðvitað til að bíða eftir þessari niðurstöðu og jafnframt til að ræða næstu aðgerðir,” segir formaður Eflingar. Deilan snúist um það að ríkissáttasemjari hafi ekki beitt sér með eðlilegum hætti í deilunni. „Hann hefur aldrei knúið á um það að Samtök atvinnulífsins setjist niður og reyni að opna upp á samtal við okkur með góðum hug. Hann hefur ekki gert það. Þessi miðlunartilaga og þessi framganga hans núna er eina raunverulega innlegg hans í þessa deilu. Þetta er þá það sem hann lætur sér detta til hugar. Þessi stórkostlega aðför að samninganefnd Eflingar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30 Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. 27. janúar 2023 12:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Efling felst ekki á röksemdarfæslu ríkissáttasemjara fyrir miðlunartillögu og neitar að afhenda kjörskrá félagsins sem er grundvöllur þess að atkvæðagreiðslan geti farið fram um tillöguna. Sólveig Anna Jónsdóttir segir Eflingu sennilega boða víðtækari aðgerðir eftir að niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum á mánudagskvöld.Vísir/Egill „Hann er þarna að reyna að framkvæma einhliða þvingunaraðgerð. Svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði. Fjarlægja lýðræðislegt vald samninganefndar til þess að þröngva upp á okkur svo kallaðri miðlunartillögu. Allur málatilbúnaður hans í kringum það að heimta af okkur kjörskrána stenst ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í sameiginlegri yfirlýsingu fjölmennustu stéttarfélaga opinberra starfsmanna, BHM, BSRB og KÍ er tekið undir þessi sjónarmið. Það væri alvarleg aðgerð og stórt inngrip að gera verkfallsvopn stéttarfélags að engu. Þegar miðlunartillögu væri beitt hefði það ekki aðeins áhrif á það stéttarfélag sem um ræddi heldur öll önnur stéttarfélög í landinu og gæti skapað hættulegt fordæmi, segir meðal annars í yfirlýsingunni. Ályktun stjórnar Starfsgreinasambandsins frá í dag er á svipuðum nótum. Þar segir einnig: ... "brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess." Ríkissáttasemjari stendur við miðlunartillöguna Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir ljóst að atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna geti ekki hafist á morgun. Aðalsteinn Leifsson segir ekki aðalmálið hvort miðlunartillaga hans verði felld eða samþykkt í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm „Þess vegna ákváðum við að vandlega íhuguðu máli að leita eftir fulltingi Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá kjörskrána afhenta til viðkomandi aðila (Advania). Þannig að félagsfólk Eflingar geti greitt atkvæði um þennan valmöguleika," segir ríkissáttasemjari Þá mun embættið setja upp heimasíðu með kynningu á miðlunartillögunni á sex tungumálum ásamt reiknivél. Ríkissáttasemjari hefði fulla heimild samkvæmt lögum til að leggja fram miðlunartillögu þegar viðræður deiluaðila væru komnar í algeran hnút. Formaður Eflingar segir ríkissáttasemjara hins vegar ekki hafa uppfyllt skilyrði um samráð við samninganefnd félagsins áður en miðlunartillagan var lögð fram. „Eina kynningin, ef kynningu mætti kalla, er að við erum kölluð á fund. Þar er mér afhent tilbúin miðlunartillaga rétt tímanlega til að hann geti svo haldið blaðamannafundninn sinn. Ef einhver ætlar að reyna að halda því fram að þetta hafi verið gert með eðlilegum hætti þá er það í mínum huga auglóslega rangt,“ segir Sólveig Anna. Sumir hafa sagt að ríkissáttasemjari verði að segja af sér embætti verði miðlunartillaga hans felld í atkvæðagreiðslu. Hann segir 35 miðlunartillögur hafa verið lagðar fram í sögu embættisins frá árinu 1980. Þar af hafi ellefu verið felldar. „Það sem er mikilvægt hér er ekki hvort miðlunartillagan stendur eða fellur í atkvæðagreiðslu. Það sem er mikilvægt er að félagsfólk Eflingar fái tækifæri til að greiða atkvæði um þennan valkost. Sama um fyrirtækin í Samtökum atvinnulífsins,“ segir Aðalsteinn Leifsson. Efling kynnir víðtækari aðgerðir eftir Helgi Héraðsdómur Reykjavikur tekur mál ríkissáttasemjara fyrir klukkan korter yfir eitt á mánudag. En á mánudagskvöld liggur hins vegar fyrir hvort starfsmenn Eflingar á sjö hótelum samþykkja að hefja verkfall hinn 7. febrúar. Ef það verður niðurstaðan mun Efling að öllum líkindum greina frá áformum um enn víðtækari verkfallsaðgerðir sem gætu náð til olíubílstjóra og eða hafnarverkamanna. Sólveig Anna Jónsdóttir segir ríkissáttasemjara hafa kynnt sér orðinn hlut skömmu áður en hann hélt síðan fréttamannafund þar sem hann greindi almenningi frá miðlunartillögunni.Vísir/Vilhelm Það stendur auðvitað yfir atkvæðagreiðsla um verkföll á sjö hótelum og henni á að ljúka á mánudagskvöld klukkan átta. Hvernig hefur kjörsóknin verið í þeirri atkvæðagreiðslu? „Ég er ekki með nýjustu tölur en síðast þegar ég vissi var hún að ganga mjög vel. Ef samþykkt verður þar að fara í verkfall, þið haldið þá ykkar striki? „Sannarlega gerum við það." Þú hefur líka sagt að þetta væri bara fyrsta skrefið styttist í að þið tilkynnið önnur skref og frekari aðgerðir þá? „Já, samninganefnd Eflingar kemur saman á mánudagskvöldið bæði auðvitað til að bíða eftir þessari niðurstöðu og jafnframt til að ræða næstu aðgerðir,” segir formaður Eflingar. Deilan snúist um það að ríkissáttasemjari hafi ekki beitt sér með eðlilegum hætti í deilunni. „Hann hefur aldrei knúið á um það að Samtök atvinnulífsins setjist niður og reyni að opna upp á samtal við okkur með góðum hug. Hann hefur ekki gert það. Þessi miðlunartilaga og þessi framganga hans núna er eina raunverulega innlegg hans í þessa deilu. Þetta er þá það sem hann lætur sér detta til hugar. Þessi stórkostlega aðför að samninganefnd Eflingar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30 Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. 27. janúar 2023 12:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30
Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. 27. janúar 2023 12:21