„Mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 19:11 Arnar Þór Jónsson lögmaður og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata ræddu tjáningarfrelsið á Sprengisandi í dag. Vísir Þingmaður Pírata furðar sig á áformum forsætisráðherra sem hyggst skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið um hatursorðræða. Lögmaður telur að „öryggisþráhyggja“ hafi gripið um sig og segir valdhafa telja frelsi svo hættulegt að nauðsynlegt sé að takmarka það. Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira