Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:13 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir SA ekki sýna nokkurn samningsvilja. Vísir/Ívar Fannar Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar.
BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík
Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10