Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 31. janúar 2023 12:33 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara. Vísir/Arnar Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi rétt eftir hádegi. Ljóst sé að deilan milli Eflingar og SA og Eflingar og sáttasemjara sé í hörðum hnút. „Það hefur legið fyrir töluvert lengi að þessi deila er í töluvert hörðum hnút. Þessi verkfallsboðun staðfestir þann hnút,“ segir Katrín en verkfallsboðun Eflingar á Íslandshótelum var samþykkt af félagsfólki í gær og boðað hefur verið til frekari verkfalla. „Það eru engar gleðifregnir því auðvitað er æskilegast að aðilar geti náð saman um einhverjar lausnir eins og hefur gengið annars staðar á vinnumarkaði. Þetta er staðan, hún er mjög þung,“ segir Katrín. Hún beri fullt traust til Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. „Það geri ég. Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun. Nú verður að koma í ljós hvað kemur út úr öllum þessum kærumálum,“ segir Katrín. Hlusta má á viðtalið við Katrínu í spilaranum að neðan. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13 Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. 31. janúar 2023 10:26 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi rétt eftir hádegi. Ljóst sé að deilan milli Eflingar og SA og Eflingar og sáttasemjara sé í hörðum hnút. „Það hefur legið fyrir töluvert lengi að þessi deila er í töluvert hörðum hnút. Þessi verkfallsboðun staðfestir þann hnút,“ segir Katrín en verkfallsboðun Eflingar á Íslandshótelum var samþykkt af félagsfólki í gær og boðað hefur verið til frekari verkfalla. „Það eru engar gleðifregnir því auðvitað er æskilegast að aðilar geti náð saman um einhverjar lausnir eins og hefur gengið annars staðar á vinnumarkaði. Þetta er staðan, hún er mjög þung,“ segir Katrín. Hún beri fullt traust til Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. „Það geri ég. Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun. Nú verður að koma í ljós hvað kemur út úr öllum þessum kærumálum,“ segir Katrín. Hlusta má á viðtalið við Katrínu í spilaranum að neðan.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13 Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. 31. janúar 2023 10:26 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13
Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. 31. janúar 2023 10:26
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent