Var við dauðans dyr sextán ára Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2023 07:19 Idol keppandinn Guðjón Smári Smárason kvaddi keppnina síðasta föstudagskvöld. Vísir/Vilhelm „Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. Gott að grípa í húmorinn Guðjón Smári er sá keppandi sem datt út úr Idol keppninni á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir. Frá fyrstu prufum vakti Guðjón strax mikla athygli fyrir glaðlega og vægast sagt hressilega framkomu en sjálfur viðurkennir hann að eiga það til að grípa fljótt í húmorinn í aðstæðum sem hann upplifið óþægilegar eða vandræðalegar. Hann er 25 ára Vestmannaeyingur en aðeins sextán ára gamall veiktist hann frekar skyndilega og settu veikindin mikinn svip á unglingsárin. „Þetta var þá sjálfsónæmi í lifur en þá fer maður bara beint í ónæmisbælandi meðferð,“ segir Guðjón og bætir við í kímni: „Og þá er maður bara góður!“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Erfið en þroskandi lífsreynsla Meðferðin var þó ekki svo einföld en á árunum sextán til átján ára þurfti hann að eyða mestum tíma sínum á sjúkrahúsi og segist hann hafa notað hvert tækifæri til að fara í helgarheimsóknir heim til Eyja. Þó svo að ferlið hafi vissulega verið erfitt og veikindin reynt á óharðnaðan unglinginn þá búi hann alltaf að þessari þroskandi lífsreynslu. Þetta er mjög þroskandi ferli, að vera svona veikur. Að horfa jafnvel á vinina á fylleríi og eignast kærustur og ég bara að fara í einhverjar aðgerðir. Einlægnin skín sannarlega í gegn hjá þessum glaðværa eyjapeyja þó svo að grínið og kaldhæðnin sé aldrei langt undan. Viðtalið við Guðjón í held sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Heldur fast í gleðina Aðspurður segist hann vel gera sér grein fyrir þessari tilhneigingu sinni og útskýrir að einfaldlega sé hann svo glaður og hamingjusamur fyrir það eitt að fá tækifæri til þess að vera þátttakandi í lífinu. Ég man að ég hugsaði oft til þess hvað maður var að missa af svo miklu. Maður var að fá snöppin frá öllum í partíum og svona. Allir að taka myndir saman. Svo þegar maður kom aftur til baka þá var svo gaman. Það var svo mikil gleði að fá að vera með og ég hef einhvern veginn bara haldið í þessa gleði síðan. Hreifst af kraftinum í rödd Sverris Bergmann Aðspurður hvenær söngáhuginn hafi kviknað fyrir alvöru segir hann það hafa verið um ári áður en hann veikist. Hann hafi verið að hlusta á Föstudagslögin með Sverri Bergmann og hafi heillast af kraftinum í röddinni hans. „Ég hugsaði með mér: Ætli ég sé góður að syngja en ég bara veit ekki af því?“ Þegar hann hafi svo prófað að syngja hafi hann komist að því að söngurinn þarfnaðist töluverðar þjálfunar. Ég hugsaði að ég ætla allavega að æfa mig, svo eftir nokkur ár get ég kannski farið í karókí og haldið tón. Vantaði bara aðeins meiri athygli Hvað var það sem fékk þig til þess að taka þátt? „Ef ég má tala hreina íslensku, þá vantaði mig bara aðeins meiri athygli,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að vera jú svolítið athyglissjúkur. Hann hafi þó ekki búist við allri þessari athygli sem fylgdi Idolinu. „Þetta er bara sprengja!!!“ Þó svo að Idol-vegferð Guðjóns sé nú formlega lokið segir tækifærin vinda upp á sig óvenju fljótt. „Þetta er svo fljótt að gerast, ég er bara byrjaður að taka á móti einhverjum giggum,“ segir hann uppi með sér og eilítið hissa. Hann segist ekki oft verða vandræðalegur en það komi honum skemmtilega á óvart hvað ókunnungt fólk setji þetta ekki fyrir sig að hrósa honum eða bóka hann á viðburði í gegnum Instagram. Ég er að taka árshátíðir og mæta og syngja tvö þrjú lög og svo eitthvað sprell. Það vill enginn heyra mig bara syngja,“ segir hann og hlær. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Idol Bakaríið Bylgjan Vestmannaeyjar Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira
Gott að grípa í húmorinn Guðjón Smári er sá keppandi sem datt út úr Idol keppninni á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir. Frá fyrstu prufum vakti Guðjón strax mikla athygli fyrir glaðlega og vægast sagt hressilega framkomu en sjálfur viðurkennir hann að eiga það til að grípa fljótt í húmorinn í aðstæðum sem hann upplifið óþægilegar eða vandræðalegar. Hann er 25 ára Vestmannaeyingur en aðeins sextán ára gamall veiktist hann frekar skyndilega og settu veikindin mikinn svip á unglingsárin. „Þetta var þá sjálfsónæmi í lifur en þá fer maður bara beint í ónæmisbælandi meðferð,“ segir Guðjón og bætir við í kímni: „Og þá er maður bara góður!“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Erfið en þroskandi lífsreynsla Meðferðin var þó ekki svo einföld en á árunum sextán til átján ára þurfti hann að eyða mestum tíma sínum á sjúkrahúsi og segist hann hafa notað hvert tækifæri til að fara í helgarheimsóknir heim til Eyja. Þó svo að ferlið hafi vissulega verið erfitt og veikindin reynt á óharðnaðan unglinginn þá búi hann alltaf að þessari þroskandi lífsreynslu. Þetta er mjög þroskandi ferli, að vera svona veikur. Að horfa jafnvel á vinina á fylleríi og eignast kærustur og ég bara að fara í einhverjar aðgerðir. Einlægnin skín sannarlega í gegn hjá þessum glaðværa eyjapeyja þó svo að grínið og kaldhæðnin sé aldrei langt undan. Viðtalið við Guðjón í held sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Heldur fast í gleðina Aðspurður segist hann vel gera sér grein fyrir þessari tilhneigingu sinni og útskýrir að einfaldlega sé hann svo glaður og hamingjusamur fyrir það eitt að fá tækifæri til þess að vera þátttakandi í lífinu. Ég man að ég hugsaði oft til þess hvað maður var að missa af svo miklu. Maður var að fá snöppin frá öllum í partíum og svona. Allir að taka myndir saman. Svo þegar maður kom aftur til baka þá var svo gaman. Það var svo mikil gleði að fá að vera með og ég hef einhvern veginn bara haldið í þessa gleði síðan. Hreifst af kraftinum í rödd Sverris Bergmann Aðspurður hvenær söngáhuginn hafi kviknað fyrir alvöru segir hann það hafa verið um ári áður en hann veikist. Hann hafi verið að hlusta á Föstudagslögin með Sverri Bergmann og hafi heillast af kraftinum í röddinni hans. „Ég hugsaði með mér: Ætli ég sé góður að syngja en ég bara veit ekki af því?“ Þegar hann hafi svo prófað að syngja hafi hann komist að því að söngurinn þarfnaðist töluverðar þjálfunar. Ég hugsaði að ég ætla allavega að æfa mig, svo eftir nokkur ár get ég kannski farið í karókí og haldið tón. Vantaði bara aðeins meiri athygli Hvað var það sem fékk þig til þess að taka þátt? „Ef ég má tala hreina íslensku, þá vantaði mig bara aðeins meiri athygli,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að vera jú svolítið athyglissjúkur. Hann hafi þó ekki búist við allri þessari athygli sem fylgdi Idolinu. „Þetta er bara sprengja!!!“ Þó svo að Idol-vegferð Guðjóns sé nú formlega lokið segir tækifærin vinda upp á sig óvenju fljótt. „Þetta er svo fljótt að gerast, ég er bara byrjaður að taka á móti einhverjum giggum,“ segir hann uppi með sér og eilítið hissa. Hann segist ekki oft verða vandræðalegur en það komi honum skemmtilega á óvart hvað ókunnungt fólk setji þetta ekki fyrir sig að hrósa honum eða bóka hann á viðburði í gegnum Instagram. Ég er að taka árshátíðir og mæta og syngja tvö þrjú lög og svo eitthvað sprell. Það vill enginn heyra mig bara syngja,“ segir hann og hlær. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Idol Bakaríið Bylgjan Vestmannaeyjar Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira