Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 20:09 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur yfirvofandi verkfall á þriðjudag ólöglegt. Stöð 2/Vísir Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Stefna SA á hendur Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) vegna Eflingar var birt á vef samtakanna í dag en málið var þingfest hjá Félagsdómi fyrr í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Í stefnunni kemur fram að SA telji Eflingu ekki mega boða til vinnustöðvunar eða láta vinnustöðvun koma til framkvæmda áður en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé felld af öðrum hvorum aðila deilunnar. Vitnað er í lög sem segja að stéttarfélög megi einungis boða til lögmæts verkfalls sé yfirstandandi vinnudeila. Að mati samtakanna er vinnudeilunni lokið, að minnsta kosti um stundar sakir, vegna miðlunartillögunnar. „Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er ígildi kjarasamnings og hefur sömu réttaráhrif og kjarasamningur sem undirritaður hefur verið af samninganefndum aðila. Tillagan er lögð fram af ríkissáttasemjara sem hefur það lögbundna hlutverk að setja niður kjaradeilur og skapa frið á vinnumarkaði. Ótvírætt er að óheimilt er að boða vinnustöðvun eftir undirritun kjarasamnings og gildir einu þótt samningurinn verði síðar felldur í atkvæðagreiðslu,“ segir í stefnunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23 Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Stefna SA á hendur Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) vegna Eflingar var birt á vef samtakanna í dag en málið var þingfest hjá Félagsdómi fyrr í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Í stefnunni kemur fram að SA telji Eflingu ekki mega boða til vinnustöðvunar eða láta vinnustöðvun koma til framkvæmda áður en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé felld af öðrum hvorum aðila deilunnar. Vitnað er í lög sem segja að stéttarfélög megi einungis boða til lögmæts verkfalls sé yfirstandandi vinnudeila. Að mati samtakanna er vinnudeilunni lokið, að minnsta kosti um stundar sakir, vegna miðlunartillögunnar. „Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er ígildi kjarasamnings og hefur sömu réttaráhrif og kjarasamningur sem undirritaður hefur verið af samninganefndum aðila. Tillagan er lögð fram af ríkissáttasemjara sem hefur það lögbundna hlutverk að setja niður kjaradeilur og skapa frið á vinnumarkaði. Ótvírætt er að óheimilt er að boða vinnustöðvun eftir undirritun kjarasamnings og gildir einu þótt samningurinn verði síðar felldur í atkvæðagreiðslu,“ segir í stefnunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23 Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23
Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10