Ný lína 66°Norður og Ganni frumsýnd í Kaupmannahöfn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 08:46 Frá Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Adam Katz Sinding 66°Norður og danska merkið Ganni frumsýndu fjórðu samstarfslínu sína á tískuvikunni i Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Samstarfsverkefni fataframleiðandanna er hluti af FW23 sýningu Ganni á tískuvikunni og fékk mikla athygli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fyrri samstarfslínur fyrirtækjanna hafa notið mikillar velgengni og það var því mikil eftirvænting eftir nýjustu línunni sem byggir áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði. Adam Katz Sinding Línan er framleidd úr endurunnum efnum og var hönnuð fyrir fjölhæfa notkun í borginni og úti í náttúrunni þar sem allra veðra er von. Talsvert af fatnaðinum er framleitt úr Gore-tex efni sem er vatns- og vindhelt en andar vel. Íslenskt landslag er áberandi í áferð og litum á ýmsum fatnaði í nýju línunni. Kríu jakkinn, sem var mjög vinsæll á tíunda áratugnum, snýr aftur með stæl í svörtum lit með gulum litatónum í. Þá eru jakkar, buxur, frakkar, pils o.fl. úr endurunnum efnum áberandi í nýju línunni. Bæði fyrirtækin eru með B Corp vottun og leggja mikið upp úr sjálfbærni í allri framleiðslu og efnisvali. Adam Katz Sinding „Fyrsta samstarfslína okkar með Ganni var sýnd árið 2018 og nú með FW23 erum við að kynna okkar fjórðu samstarfslínu. Ferðalagið með Ganni hefur verið skemmtilegt, skapandi og hefur opnað á eitthvað nýtt í hvert skipti. Að hanna skemmtilega og skapandi hluti og læra eitthvað nýtt er að mínu áliti lykillinn að góðu samstarfi. Það er afar hvetjandi að sjá bæði merkin koma með sitt einstaka DNA að borðinu. Ég er mjög ánægð og spennt yfir útkomunni,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°Norður. Adam Katz Sinding „Ég trúi varla að þetta sé fjórða samstarfslína okkar með 66°Norður. Við erum mjög samstillt og vinnum vel saman bæði sem fyrirtæki og fólkið sem starfar þar. Bæði merkin eru stolt af arfleifð sinni og í þessari nýjustu samstarfslínu vildi ég fara aftur í rætur okkar og vinna með táknrænan fatnað sem gerir okkur að því sem við erum,“ segir Ditt Rafstrupp, hönnunarstjóri Ganni. Adam Katz Sinding Adam Katz Sinding Tíska og hönnun Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Samstarfsverkefni fataframleiðandanna er hluti af FW23 sýningu Ganni á tískuvikunni og fékk mikla athygli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fyrri samstarfslínur fyrirtækjanna hafa notið mikillar velgengni og það var því mikil eftirvænting eftir nýjustu línunni sem byggir áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði. Adam Katz Sinding Línan er framleidd úr endurunnum efnum og var hönnuð fyrir fjölhæfa notkun í borginni og úti í náttúrunni þar sem allra veðra er von. Talsvert af fatnaðinum er framleitt úr Gore-tex efni sem er vatns- og vindhelt en andar vel. Íslenskt landslag er áberandi í áferð og litum á ýmsum fatnaði í nýju línunni. Kríu jakkinn, sem var mjög vinsæll á tíunda áratugnum, snýr aftur með stæl í svörtum lit með gulum litatónum í. Þá eru jakkar, buxur, frakkar, pils o.fl. úr endurunnum efnum áberandi í nýju línunni. Bæði fyrirtækin eru með B Corp vottun og leggja mikið upp úr sjálfbærni í allri framleiðslu og efnisvali. Adam Katz Sinding „Fyrsta samstarfslína okkar með Ganni var sýnd árið 2018 og nú með FW23 erum við að kynna okkar fjórðu samstarfslínu. Ferðalagið með Ganni hefur verið skemmtilegt, skapandi og hefur opnað á eitthvað nýtt í hvert skipti. Að hanna skemmtilega og skapandi hluti og læra eitthvað nýtt er að mínu áliti lykillinn að góðu samstarfi. Það er afar hvetjandi að sjá bæði merkin koma með sitt einstaka DNA að borðinu. Ég er mjög ánægð og spennt yfir útkomunni,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°Norður. Adam Katz Sinding „Ég trúi varla að þetta sé fjórða samstarfslína okkar með 66°Norður. Við erum mjög samstillt og vinnum vel saman bæði sem fyrirtæki og fólkið sem starfar þar. Bæði merkin eru stolt af arfleifð sinni og í þessari nýjustu samstarfslínu vildi ég fara aftur í rætur okkar og vinna með táknrænan fatnað sem gerir okkur að því sem við erum,“ segir Ditt Rafstrupp, hönnunarstjóri Ganni. Adam Katz Sinding Adam Katz Sinding
Tíska og hönnun Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira