Reiknar með að fallið verði frá sölunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2023 18:35 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Sara Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. Stendur það til, að draga þessa ákvörðun til baka? „Já ég reikna með því að við munum gera það. Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög. Það er ekki léttvægt að taka slíka ákvörðun sem við þurftum að taka. Þessar tillögur komu frá Landhelgisgæslunni og voru teknar í samráði við hana. Nú hafa þær aðstæður skapast að vilji er til að mæta því sem upp á vantar til að geta haldið óbreyttum rekstri á næsta ári og ég fagna því mjög ef að það gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Koma muni í ljós á næstu dögum hvernig málið fari. Auknar fjárheimildir þurfi Hann segir að gæslan verði að fá auknar fjárheimildir. „Salan á þessari vél hefði auðvitað alltaf verið háð endanlegu samþykki Alþingis af því að við höfum enga heimild til að selja hana án samþykkis Alþingis og stemningin er þannig sem betur fer að menn vilja þá frekar leita annarra lausna og við fögnum því.“ Var þetta bragð frá upphafi til að fá auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar? Að tilkynna sölu á vélinni vitandi að viðbrögð yrðu mikil? „Nei það var ekkert trikk í því. Staðreyndir máls liggja fyrir og það verður að segja þær og mæta þeim eins og þær eru. Viðbrögð við því verða einhver og þetta gæti orðið niðurstaðan. Á sama tíma teljum við að leita þurfi hagræðingar í rekstri.“ En hvers vegna þarf svona sölutilkynningu til að ríkisstjórnin bregðist við og átti sig á stöðunni? Er ekkert samtal hjá ríkisstjórninni um þessi mál. Hvers vegna koma þessi viðbrögð fram núna? „Jú jú, það hefur átt sér stað samtal og það má segja að þegar upplýsingarnar lágu fyrir við fjárlagagerðina að við fengum 600 milljón króna framlag til viðbótar frá ríkisstjórninni og þinginu inn í reksturinn á þessu ári. Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því.“ Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Stendur það til, að draga þessa ákvörðun til baka? „Já ég reikna með því að við munum gera það. Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög. Það er ekki léttvægt að taka slíka ákvörðun sem við þurftum að taka. Þessar tillögur komu frá Landhelgisgæslunni og voru teknar í samráði við hana. Nú hafa þær aðstæður skapast að vilji er til að mæta því sem upp á vantar til að geta haldið óbreyttum rekstri á næsta ári og ég fagna því mjög ef að það gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Koma muni í ljós á næstu dögum hvernig málið fari. Auknar fjárheimildir þurfi Hann segir að gæslan verði að fá auknar fjárheimildir. „Salan á þessari vél hefði auðvitað alltaf verið háð endanlegu samþykki Alþingis af því að við höfum enga heimild til að selja hana án samþykkis Alþingis og stemningin er þannig sem betur fer að menn vilja þá frekar leita annarra lausna og við fögnum því.“ Var þetta bragð frá upphafi til að fá auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar? Að tilkynna sölu á vélinni vitandi að viðbrögð yrðu mikil? „Nei það var ekkert trikk í því. Staðreyndir máls liggja fyrir og það verður að segja þær og mæta þeim eins og þær eru. Viðbrögð við því verða einhver og þetta gæti orðið niðurstaðan. Á sama tíma teljum við að leita þurfi hagræðingar í rekstri.“ En hvers vegna þarf svona sölutilkynningu til að ríkisstjórnin bregðist við og átti sig á stöðunni? Er ekkert samtal hjá ríkisstjórninni um þessi mál. Hvers vegna koma þessi viðbrögð fram núna? „Jú jú, það hefur átt sér stað samtal og það má segja að þegar upplýsingarnar lágu fyrir við fjárlagagerðina að við fengum 600 milljón króna framlag til viðbótar frá ríkisstjórninni og þinginu inn í reksturinn á þessu ári. Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því.“
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira