Þétt rafíþróttadagskrá alla helgina er úrslitin ráðast á Reykjavíkurleikunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Hægt verður að fylgjast með úrslitunum á Arena í Kópavogi. Arena Boðið verður upp á þétta dagskrá á Stöð 2 eSport alla helgina þegar úrslitin ráðast í fimm rafíþróttagreinum á Reykjavíkurleikunum þar sem keppt verður um titilinn Rafíþróttameistarar Reykjavíkurleikanna 2023. Búast má við mikilli spennu í greinunum fimm, en keppt verður í Super Smash Bros. Ultimate, Valorant, League of Legends, F1 22 og Gran Tourismo 7. Dagskráin hefst á slaginu klukkan 13:00 á Stöð 2 eSport þegar bestu Super Smash Bros spilarar landsins mæta til leiks áður en úrslitin í Valorant fara fram klukkan 17:00. Ólíkt fyrri tímabilum Valorant deildanna var í þetta sinn eingöngu spiluð útsláttarkeppni með tvöföldum útslætti, en ekki voru spilaðir riðlar þar á undan. Dusty var ósigrað í opnum flokki úrvalsdeildanna og komst inn í úrslit gegnum efra leikjatré, en í kvennaflokki var það KRAFLA sem tryggði sér slíkt hið sama. Mun Dusty mæta 354 Esports í úrslitum og KRAFLA liðinu ATX, en þau lið unnu sér leið inn í úrslit úr neðra leikjatré. Dusty vann tvær viðureignir, annars vegar gegn 354 Esports og hins vegar gegn Breiðablik. 354 Esports töpuðu fyrstu viðureign sinni gegn Dusty en unnu svo bæði Jötunn og Breiðablik til að tryggja sér sæti í úrslitum. 354 fær því tækifæri til að jafna metin í úrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA sínar fyrstu tvær viðureignir gegn Jötunn Valkyrjur og ATX. ATX unnu hinsvegar fyrstu viðureign sína gegn 354 BroFlakez og svo í kjölfar tapsins gegn KRÖFLU unnu þær Jötunn Valkyrjur í undanúrslitum til að koma sér að lokum í úrslitin. ATX fær því einnig annað tækifæri til að bæta fyrir fyrri ósigur sinn. Ekki er dagskráin síðri á morgun þegar úrslitin ráðast í þremur greinum. Bein útsending frá einum vinsælasta keppnistölvuleik heims, League of Legends, hefst klukkan 13:00 áður en ökumenn í F1 22 fara af stað klukkan 19:00. Frá klukkan 20:30 verður svo keppt í Gran Tourismo 7. Eins og áður segir verður veislan í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport alla helgina, en einnig geta áhugasamir gert sér ferð á þjóðarleikvang Íslands í rafíþróttum, Arena, og gert sér glaðan dag. Rafíþróttir League of Legends Reykjavíkurleikar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport
Búast má við mikilli spennu í greinunum fimm, en keppt verður í Super Smash Bros. Ultimate, Valorant, League of Legends, F1 22 og Gran Tourismo 7. Dagskráin hefst á slaginu klukkan 13:00 á Stöð 2 eSport þegar bestu Super Smash Bros spilarar landsins mæta til leiks áður en úrslitin í Valorant fara fram klukkan 17:00. Ólíkt fyrri tímabilum Valorant deildanna var í þetta sinn eingöngu spiluð útsláttarkeppni með tvöföldum útslætti, en ekki voru spilaðir riðlar þar á undan. Dusty var ósigrað í opnum flokki úrvalsdeildanna og komst inn í úrslit gegnum efra leikjatré, en í kvennaflokki var það KRAFLA sem tryggði sér slíkt hið sama. Mun Dusty mæta 354 Esports í úrslitum og KRAFLA liðinu ATX, en þau lið unnu sér leið inn í úrslit úr neðra leikjatré. Dusty vann tvær viðureignir, annars vegar gegn 354 Esports og hins vegar gegn Breiðablik. 354 Esports töpuðu fyrstu viðureign sinni gegn Dusty en unnu svo bæði Jötunn og Breiðablik til að tryggja sér sæti í úrslitum. 354 fær því tækifæri til að jafna metin í úrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA sínar fyrstu tvær viðureignir gegn Jötunn Valkyrjur og ATX. ATX unnu hinsvegar fyrstu viðureign sína gegn 354 BroFlakez og svo í kjölfar tapsins gegn KRÖFLU unnu þær Jötunn Valkyrjur í undanúrslitum til að koma sér að lokum í úrslitin. ATX fær því einnig annað tækifæri til að bæta fyrir fyrri ósigur sinn. Ekki er dagskráin síðri á morgun þegar úrslitin ráðast í þremur greinum. Bein útsending frá einum vinsælasta keppnistölvuleik heims, League of Legends, hefst klukkan 13:00 áður en ökumenn í F1 22 fara af stað klukkan 19:00. Frá klukkan 20:30 verður svo keppt í Gran Tourismo 7. Eins og áður segir verður veislan í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport alla helgina, en einnig geta áhugasamir gert sér ferð á þjóðarleikvang Íslands í rafíþróttum, Arena, og gert sér glaðan dag.
Rafíþróttir League of Legends Reykjavíkurleikar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport