Verkfall er hafið á Íslandshótelum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 12:30 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó. Vísir/Vilhelm Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22