Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 15:28 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, gerir ráð fyrir að loka þurfi einhverjum hótelana á næstu dögum. Vísir/Arnar Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. „Þetta er auðvitað erfið staða sem upp er komin og þetta er flókið verkefni að reyna að halda úti starfsemi á hótelunum. Við höfum þurft að loka veitingastöðum og öðru slíku sem við náum bara ekki að halda opnu. Aðalfókusinn er að reyna að tryggja öryggi gesta þannig að við erum í því núna,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í samtali við fréttastofu. Þurfi að loka eftir nokkra daga Enn sé auðvitað hluti starfsfólk við vinnu enda ekki allir í Eflingu. Flestallt starfsfólk í móttöku, eldhúsi og þjónustu sé í VR og Matvís. „Svo er auðvitað ákveðið fólk sem má vinna eins og eigendur. Þannig að við erum að reyna að brúa það sem hægt er en þetta er auðvitað erfitt. Við höfum þurft að flytja gesti af hótelunum í stórum stíl og við munum ekki ná að halda mörgum hótelunum opnum í marga daga í verkfalli. Þannig að þetta verður mjög þungt,“ segir Davíð. Verkföll hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hófust klukkan tólf á hádegi og eru ótímabundin. Boðuðu hafa verið verkföll á Berjaya hótelum, Edition hótelinu og svo hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina lýkur klukkan 18 í kvöld og má búast við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir það. Verði þau verkföll samþykkt hefjast þau klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. „Við erum ekki verkfallsbrjótar“ Davíð segir að allar hendur sem megi vinna handtak muni gera það. „Allt okkar fólk var tilbúið að hjálpa til og lagði á sig ákveðna hluti bara til að hafa stöðuna eins góða og hægt er þegar verkfallið skall á í hádeginu,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að samninganefnd Eflingar gangi milli hótelanna á morgun. „Og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum. Við að sjálfsögðu gerum það. Við erum ekki verkfallsbrjótar.“ Hann voni að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði lögð í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar sem fyrst. Hann og aðrir stjórnendur hjá Íslandshótelum hafi samúð með kröfum launafólks. „Að sjálfsögðu gerum við það og við fylgjum bara kjarasamningum. Það erum ekki við sem semjum þessa taxta heldur eru það stéttarfélögin,“ segir Davíð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52 Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þetta er auðvitað erfið staða sem upp er komin og þetta er flókið verkefni að reyna að halda úti starfsemi á hótelunum. Við höfum þurft að loka veitingastöðum og öðru slíku sem við náum bara ekki að halda opnu. Aðalfókusinn er að reyna að tryggja öryggi gesta þannig að við erum í því núna,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í samtali við fréttastofu. Þurfi að loka eftir nokkra daga Enn sé auðvitað hluti starfsfólk við vinnu enda ekki allir í Eflingu. Flestallt starfsfólk í móttöku, eldhúsi og þjónustu sé í VR og Matvís. „Svo er auðvitað ákveðið fólk sem má vinna eins og eigendur. Þannig að við erum að reyna að brúa það sem hægt er en þetta er auðvitað erfitt. Við höfum þurft að flytja gesti af hótelunum í stórum stíl og við munum ekki ná að halda mörgum hótelunum opnum í marga daga í verkfalli. Þannig að þetta verður mjög þungt,“ segir Davíð. Verkföll hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hófust klukkan tólf á hádegi og eru ótímabundin. Boðuðu hafa verið verkföll á Berjaya hótelum, Edition hótelinu og svo hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina lýkur klukkan 18 í kvöld og má búast við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir það. Verði þau verkföll samþykkt hefjast þau klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. „Við erum ekki verkfallsbrjótar“ Davíð segir að allar hendur sem megi vinna handtak muni gera það. „Allt okkar fólk var tilbúið að hjálpa til og lagði á sig ákveðna hluti bara til að hafa stöðuna eins góða og hægt er þegar verkfallið skall á í hádeginu,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að samninganefnd Eflingar gangi milli hótelanna á morgun. „Og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum. Við að sjálfsögðu gerum það. Við erum ekki verkfallsbrjótar.“ Hann voni að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði lögð í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar sem fyrst. Hann og aðrir stjórnendur hjá Íslandshótelum hafi samúð með kröfum launafólks. „Að sjálfsögðu gerum við það og við fylgjum bara kjarasamningum. Það erum ekki við sem semjum þessa taxta heldur eru það stéttarfélögin,“ segir Davíð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52 Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52
Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30