Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 18:22 Halldór Benjamín Þorbergsson segir blað brotið í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins með slíkum samningi ríkssáttasemjara og Eflingar. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46