Vilja láta banna fiskeldi í sjókvíum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. febrúar 2023 13:31 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði Vísir/Einar Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg. Úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu og umgjörð fiskeldis í sjókvíum leiddi í ljós talsverðar brotalamir á lagaumhverfi greinarinnar. Stjórn Landverndar sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað er eftir því að í ljósi skýrslunnar þurfi einfaldlega að stöðva frekari vöxt sjókvíaeldis. Gera þurfi ítarlega úttekt á áhrifum eldisins á lífríki sjávarins og fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr slíkum rannsóknum ætti ekki að gefa úr frekari leyfi. Auður Önnu Magnúsdóttir er er framkvæmdastjóri Landverndar. „Okkur finnst svo sannarlega vera tilefni til þess að frekari leyfi verði ekki gefin út fyrir sjókvíaeldi á meðan eftirlitsstofnanir, lagaramminn og reglugerðir eru að laga sig að þessu umhverfi sem búið er að skapa. Við verðum að gefa stjórnvöldum tækifæri sem þau hafa ekki gefið sér til þess að ná í skottið á sér og hafa almennilegan ramma um sjókvíaeldi.“ Auður er ánægð með frumkvæði matvælaráðherra í málinu en bíður eftir aðgerðum. „En það er náttúrulega gríðarlega jákvætt að matvælaráðherra hafi látið gefa út þessa skýrslu og það hefur ekki staðið á viðbrögðum frá henni því hún tekur málið greinilega alvarlega. En hvort aðgerðir fylgi, við verðum bara að sjá það. Það var bara síðast í desember sem að þessi ríkisstjórn ákvað að taka ekki gjald af sjókvíaeldinu eins og þau höfðu áætlað að gera.“ Hagsmunaaðilar hafi of mikil ítök hvað varðar umgjörð greinarinnar. „Þau hafa sterk tengsl inn í ráðuneyti og stjórnmálin og gjalddtaka er mjög lítil. Þá vilja þau auðvitað stækka og halda áfram hérna en að er ekki fyrirtækjanna að hafa almennilegt eftirlit og gjaldtöku. Það er stjórnmálanna.“ Fiskeldi Umhverfismál Sjókvíaeldi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu og umgjörð fiskeldis í sjókvíum leiddi í ljós talsverðar brotalamir á lagaumhverfi greinarinnar. Stjórn Landverndar sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað er eftir því að í ljósi skýrslunnar þurfi einfaldlega að stöðva frekari vöxt sjókvíaeldis. Gera þurfi ítarlega úttekt á áhrifum eldisins á lífríki sjávarins og fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr slíkum rannsóknum ætti ekki að gefa úr frekari leyfi. Auður Önnu Magnúsdóttir er er framkvæmdastjóri Landverndar. „Okkur finnst svo sannarlega vera tilefni til þess að frekari leyfi verði ekki gefin út fyrir sjókvíaeldi á meðan eftirlitsstofnanir, lagaramminn og reglugerðir eru að laga sig að þessu umhverfi sem búið er að skapa. Við verðum að gefa stjórnvöldum tækifæri sem þau hafa ekki gefið sér til þess að ná í skottið á sér og hafa almennilegan ramma um sjókvíaeldi.“ Auður er ánægð með frumkvæði matvælaráðherra í málinu en bíður eftir aðgerðum. „En það er náttúrulega gríðarlega jákvætt að matvælaráðherra hafi látið gefa út þessa skýrslu og það hefur ekki staðið á viðbrögðum frá henni því hún tekur málið greinilega alvarlega. En hvort aðgerðir fylgi, við verðum bara að sjá það. Það var bara síðast í desember sem að þessi ríkisstjórn ákvað að taka ekki gjald af sjókvíaeldinu eins og þau höfðu áætlað að gera.“ Hagsmunaaðilar hafi of mikil ítök hvað varðar umgjörð greinarinnar. „Þau hafa sterk tengsl inn í ráðuneyti og stjórnmálin og gjalddtaka er mjög lítil. Þá vilja þau auðvitað stækka og halda áfram hérna en að er ekki fyrirtækjanna að hafa almennilegt eftirlit og gjaldtöku. Það er stjórnmálanna.“
Fiskeldi Umhverfismál Sjókvíaeldi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira