Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2023 11:27 Bjarni gaf sér ekki tíma til að ræða bið mótmælendur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum. Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57