Málið sé bænum ekki til framdráttar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2023 13:00 Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, segir málið bænum ekki til framdráttar. grafík/vísir Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var rætt við hjón sem fengu lóð úthlutaðri í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingarfulltrúa, byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda segja hjónin að byggingarfulltrúinn hafi tilkynnt þeim að teikningarnar, sem hann hafði sjálfur samþykkt, væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir stöðvaðar. Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiliskipulag en Sverrir og Dalrós segjast þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist frá sveitarfélaginu vegna málsins þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Byggingarfulltrúinn hefur ekki svarað fyrirspurnum og vill bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, ekki veita viðtal vegna málsins auk þess sem oddvitar meirihluta sveitarstjórnarinnar hafa ekki svarað fyrir málið. „Þetta er ekki gott“ Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir málið meirihlutanum og Reykjanesbæ ekki til framdráttar. Hvernig finnst þér framganga meirihlutans hafa verið eftir að fréttin var birt? „Mér finnst skrítið að þeir skuli ekki svara, ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Þetta er leiðindamál sem hlýtur að vera hægt að klára,“ segir Guðbergur. Finnst þér þessi framganga bænum til framdráttar? „Nei, þetta er ekki gott. Þetta er ekki gott til afspurnar. Það hlýtur að vera hægt að setjast niður og klára þetta mál. Ég veit að þau eru búin að reyna, ég veit að það hafa verið miklar samræður á milli þessara aðila. Ég kom inn í þetta mál seint í messunni. Var kjörinn inn í bæjarstjórn í maí/júní í fyrra og þá var þetta mál búið að vera lengi í ferli.“ Hvatti til lausna Guðbergur segist hafa farið upp í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi hans og hvatt til þess að málið yrði klárað. „Hvernig sem niðurstaðan verður þá þarf að koma lokun á þetta. Mér finnst undarlegt að þau skuli ekki svara ykkur.“ Mikilvægt sé að íbúar geti treyst útgefnum leyfum. „Auðvitað er það mikilvægt, en ég held að það séu tvær til þrjár hliðar á þessu máli og maður verður að leggjast betur yfir það áður en maður getur tjáð sig.“ Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skipulag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32 Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var rætt við hjón sem fengu lóð úthlutaðri í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingarfulltrúa, byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda segja hjónin að byggingarfulltrúinn hafi tilkynnt þeim að teikningarnar, sem hann hafði sjálfur samþykkt, væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir stöðvaðar. Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiliskipulag en Sverrir og Dalrós segjast þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist frá sveitarfélaginu vegna málsins þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Byggingarfulltrúinn hefur ekki svarað fyrirspurnum og vill bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, ekki veita viðtal vegna málsins auk þess sem oddvitar meirihluta sveitarstjórnarinnar hafa ekki svarað fyrir málið. „Þetta er ekki gott“ Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir málið meirihlutanum og Reykjanesbæ ekki til framdráttar. Hvernig finnst þér framganga meirihlutans hafa verið eftir að fréttin var birt? „Mér finnst skrítið að þeir skuli ekki svara, ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Þetta er leiðindamál sem hlýtur að vera hægt að klára,“ segir Guðbergur. Finnst þér þessi framganga bænum til framdráttar? „Nei, þetta er ekki gott. Þetta er ekki gott til afspurnar. Það hlýtur að vera hægt að setjast niður og klára þetta mál. Ég veit að þau eru búin að reyna, ég veit að það hafa verið miklar samræður á milli þessara aðila. Ég kom inn í þetta mál seint í messunni. Var kjörinn inn í bæjarstjórn í maí/júní í fyrra og þá var þetta mál búið að vera lengi í ferli.“ Hvatti til lausna Guðbergur segist hafa farið upp í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi hans og hvatt til þess að málið yrði klárað. „Hvernig sem niðurstaðan verður þá þarf að koma lokun á þetta. Mér finnst undarlegt að þau skuli ekki svara ykkur.“ Mikilvægt sé að íbúar geti treyst útgefnum leyfum. „Auðvitað er það mikilvægt, en ég held að það séu tvær til þrjár hliðar á þessu máli og maður verður að leggjast betur yfir það áður en maður getur tjáð sig.“
Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skipulag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32 Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59