Ragnheiður nýr formaður SVFR Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 15:22 Ragnheiður er nýkjörinn formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur. SVFR Ragnheiður Thorsteinsson er nýr formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur. Hún tekur við embættinu á næsta aðalfundi þar sem hún er ein í framboði. Ragnheiður hefur setið í stjórn SFVR í tíu ár, fyrst á árunum 2011 til 2017 og síðan frá árinu 2019. Hún hefur tvisvar gegnt embætti varaformanns og kveðst hafa einlægan áhuga á starfanum. „Með samstarfsfólki í framvarðarsveit félagsins hef ég lifað tímana tvenna, bæði góð ár og mögur, og reynslan af hvoru tveggja er dýrmæt. Þá reynslu vil ég nýta til hagsbóta fyrir félagsmenn og tryggja að okkar fornfræga félag verði áfram bakbeinið í íslensku veiðisamfélagi,“ segir í framboðstilkynningu. Markmiðið er að efla samfélag veiðikvenna og -karla, efla ungmennastarf og kynna gildi stangveiðinnar fyrir veiðimönnum framtíðarinnar. Hún vill að náttúran njóti vafans og er andvíg sjókvíaeldi: „Allt laxeldi upp á land.“ Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði
Ragnheiður hefur setið í stjórn SFVR í tíu ár, fyrst á árunum 2011 til 2017 og síðan frá árinu 2019. Hún hefur tvisvar gegnt embætti varaformanns og kveðst hafa einlægan áhuga á starfanum. „Með samstarfsfólki í framvarðarsveit félagsins hef ég lifað tímana tvenna, bæði góð ár og mögur, og reynslan af hvoru tveggja er dýrmæt. Þá reynslu vil ég nýta til hagsbóta fyrir félagsmenn og tryggja að okkar fornfræga félag verði áfram bakbeinið í íslensku veiðisamfélagi,“ segir í framboðstilkynningu. Markmiðið er að efla samfélag veiðikvenna og -karla, efla ungmennastarf og kynna gildi stangveiðinnar fyrir veiðimönnum framtíðarinnar. Hún vill að náttúran njóti vafans og er andvíg sjókvíaeldi: „Allt laxeldi upp á land.“
Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði