„Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2023 08:31 Pétur Geir hefur búið í smáhýsi á vegum borgarinnar í um tvö ár. Vísir/Sigurjón Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. Pétur Geir Óskarsson býr í einu af smáhýsunum úti á Granda. Hýsin eru húsnæðisúrræði fyrir fólk sem annars ætti ekki í nein hús að venda. Hann hefur búið þar í um tvö ár. Fréttastofa ræddi við hann á heimili hans. „Kyndingin, það er náttúrulega búið að vera kaldasti vetur síðan 1918 og ég þakka bara Guði fyrir að ég er með þessa rafmagnsofna, því annars gæti ég ekki verið hérna. Áður en ég fékk ofnana þá vaknaði ég bara þrjú um nótt og það var svo kalt að það kom bara gufa út úr mér þegar ég andaði. Það var svo kalt hérna inni,“ segir Pétur Geir. Íbúar séu margir ósáttir, og hafi margsinnis komið ábendingum og kvörtunum til Reykjavíkurborgar. „Ef maður biður um einhverjar úrbætur, það er bara jánkað og það er ekkert gert.“ Pétur hefur sjálfur gripið til sinna eigin ráða til að láta í ljóst óánægju sína með ástandið. „Ég borgaði ekki leigu í rúmt ár og það þýddi bara það að ég fór að fá hótanir um útburð.“ Og stendur það ennþá til? „Nei. Ég fór og talaði við þau og samdi um það að ef ég myndi borga leigu í sex mánuði þá myndu þeir lána mér fyrir skuldinni sem ég er búinn að safna.“ Reyna að sýna sveigjanleika Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að mánaðarlegt leigugjald fyrir húsin sé tæpar áttatíu og sjö þúsund krónur á mánuði. Ofan á það leggist tíu þúsund króna húsgjald. Þá segir að reynt sé að koma til móts við íbúa sem ekki geti staðið skil á leigugreiðslum, þó vanskil geti endað í almennu innheimtuferli. „Þar sem íbúar smáhýsa hafa glímt við heimilisleysi og eiga oft við vímuefnavanda og/eða geðrænan vanda að stríða hefur sveigjanleikinn þó verið meiri en almennt gengur og gerist með félagslegt leiguhúsnæði,“ segir í svarinu. Um umkvartanir íbúa segir að kvartanir vegna kulda hafi verið áberandi í vetur. Bilun hafi komið upp í hitakerfi húsanna sem erfiðlega hafi gengið að ráða við, en búið sé að leysa. Vegna ágangs og skemmda þurfi hýsin stöðugt viðhald. Sérstaklega kaldur vetur hefur verið til alls annars en að auðvelda íbúum smáhýsanna lífið.Vísir/Vésteinn Gafst upp og fór Fyrir utan aðbúnað og kyndingu hafa íbúar kvartað yfir öryggi í hverfinu, eða öllu heldur skorti þar á. Reglulega komi fyrir að óboðnir gestir geri sig heimakomna í húsunum og erfitt geti reynst að koma þeim út. Pétur rifjar upp að nýlega hafi einn íbúi gefist upp á áganginum, flutt út og snúið aftur á götuna. „Hann gafst bara upp. Svo er svo mikið um að það bara flytja inn á mann menn hérna. Ég held að hann hafi farið af því að hann er ekki mikill bógur, þessi strákur. Það var bara gaur sem flutti inn á hann og hann hafði bara ekki í sér að koma honum út. Þannig að hann tók þann kostinn að fara bara,“ segir Pétur. Í svari borgarinnar segir að reynt sé eftir bestu getu að aðstoða íbúa við að halda fólki frá, en það geti reynst erfitt. „Það er brugðist við ábendingum um aðbúnað með stöðugu viðhaldi og við ábendingum um áreiti annarra með því að aðstoða íbúa við að halda óvelkomnum einstaklingum frá.“ Félagsmál Reykjavík Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Pétur Geir Óskarsson býr í einu af smáhýsunum úti á Granda. Hýsin eru húsnæðisúrræði fyrir fólk sem annars ætti ekki í nein hús að venda. Hann hefur búið þar í um tvö ár. Fréttastofa ræddi við hann á heimili hans. „Kyndingin, það er náttúrulega búið að vera kaldasti vetur síðan 1918 og ég þakka bara Guði fyrir að ég er með þessa rafmagnsofna, því annars gæti ég ekki verið hérna. Áður en ég fékk ofnana þá vaknaði ég bara þrjú um nótt og það var svo kalt að það kom bara gufa út úr mér þegar ég andaði. Það var svo kalt hérna inni,“ segir Pétur Geir. Íbúar séu margir ósáttir, og hafi margsinnis komið ábendingum og kvörtunum til Reykjavíkurborgar. „Ef maður biður um einhverjar úrbætur, það er bara jánkað og það er ekkert gert.“ Pétur hefur sjálfur gripið til sinna eigin ráða til að láta í ljóst óánægju sína með ástandið. „Ég borgaði ekki leigu í rúmt ár og það þýddi bara það að ég fór að fá hótanir um útburð.“ Og stendur það ennþá til? „Nei. Ég fór og talaði við þau og samdi um það að ef ég myndi borga leigu í sex mánuði þá myndu þeir lána mér fyrir skuldinni sem ég er búinn að safna.“ Reyna að sýna sveigjanleika Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að mánaðarlegt leigugjald fyrir húsin sé tæpar áttatíu og sjö þúsund krónur á mánuði. Ofan á það leggist tíu þúsund króna húsgjald. Þá segir að reynt sé að koma til móts við íbúa sem ekki geti staðið skil á leigugreiðslum, þó vanskil geti endað í almennu innheimtuferli. „Þar sem íbúar smáhýsa hafa glímt við heimilisleysi og eiga oft við vímuefnavanda og/eða geðrænan vanda að stríða hefur sveigjanleikinn þó verið meiri en almennt gengur og gerist með félagslegt leiguhúsnæði,“ segir í svarinu. Um umkvartanir íbúa segir að kvartanir vegna kulda hafi verið áberandi í vetur. Bilun hafi komið upp í hitakerfi húsanna sem erfiðlega hafi gengið að ráða við, en búið sé að leysa. Vegna ágangs og skemmda þurfi hýsin stöðugt viðhald. Sérstaklega kaldur vetur hefur verið til alls annars en að auðvelda íbúum smáhýsanna lífið.Vísir/Vésteinn Gafst upp og fór Fyrir utan aðbúnað og kyndingu hafa íbúar kvartað yfir öryggi í hverfinu, eða öllu heldur skorti þar á. Reglulega komi fyrir að óboðnir gestir geri sig heimakomna í húsunum og erfitt geti reynst að koma þeim út. Pétur rifjar upp að nýlega hafi einn íbúi gefist upp á áganginum, flutt út og snúið aftur á götuna. „Hann gafst bara upp. Svo er svo mikið um að það bara flytja inn á mann menn hérna. Ég held að hann hafi farið af því að hann er ekki mikill bógur, þessi strákur. Það var bara gaur sem flutti inn á hann og hann hafði bara ekki í sér að koma honum út. Þannig að hann tók þann kostinn að fara bara,“ segir Pétur. Í svari borgarinnar segir að reynt sé eftir bestu getu að aðstoða íbúa við að halda fólki frá, en það geti reynst erfitt. „Það er brugðist við ábendingum um aðbúnað með stöðugu viðhaldi og við ábendingum um áreiti annarra með því að aðstoða íbúa við að halda óvelkomnum einstaklingum frá.“
Félagsmál Reykjavík Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent