„Þessi samningur er bara kominn á“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 21:44 Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. Vísir/Vilhelm „Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira