Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 10:16 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði fjölda undanþágubeiðna á borðinu. Þeim væri forgangsraðað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira