Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 22:02 Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði temmilega bjartsýnn á viðræður næstu daga eftir að Efling ákvað að fresta verkfallsaðgerðum sínum til sunnudags. Vísir/Sigurjón Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, tilkynnti um níu leytið í kvöld að samkomulag hefði náðst um að Efling frestaði öllum verkfallsaðgerðum sínum til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar og að frestunin tæki þegar gildi. Samningsaðilar ætluðu að freista þess að ná samningi um helgina. Þeir koma saman til eiginlegra kjarasamningsviðræðna klukkan tíu í fyrramálið. Að fundi loknum í kvöld sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi verið mikilvægt skref að fresta verkföllum til þess að samningsaðilar gætu einbeitt sér að viðræðum. SA hafi óskað eftir lengri frest þar sem þau hafi talið að lengri tíma þyrfti til þess að fá botn í kjarasamningsviðræðurnar. Ragnar sagðist vonast til þess að verkfallsaðgerðum yrði frestað um lengri tíma ef viðræður færu á skrið. Sami rammi en tilbúin að reyna að laga hann að Eflingarfólki Fram að þessu hafa Samtök atvinnulífsins ekki ljáð máls á því að semja við Eflingu á öðrum nótum en þau hafa þegar gert við önnur samtök launþega, þar á meðal Starfsgreinasambandið. Samtökin virðast ekki ætla að hvika frá þeirri línu ef marka má orð Ragnars í kvöld. „Við teljum kannski núna, og kannski getur Efling staðfest það, að það séu meiri forsendur til að ræða um gerð samnings á grundvelli þeirra samninga sem í rauninni þegar hafa verið gerðir og hafa verið samþykktir af meginþorra launafólks," sagði hann. „Við höfum vísað til ákveðins ramma og okkar viðsemjendur þekkja þann ramma sem við erum að vinna með.“ Lýsti Ragnar þó SA tilbúin til þess að reyna að finna einhvers konar aðlögun á kjarasamningsrammanum að Eflingu og samsetningu hópsins sem félagið semur fyrir. Efling hefur meðal annars krafist meiri kjarabóta þar sem félagar þess séu að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu þar sem framfærslukostnaður sé hærri en á landsbyggðinni. Viðtalið við Ragnar Árnason má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. „Temmilega bjartsýnn“ og hugur hans hjá erlendu ferðamönnunum Ragnar sagðist „temmilega“ bjartsýnn á viðræðurnar sem eru framundan næstu daga. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt. Við skulum bara sjá hvað fram vindur,“ sagði hann. Spurður að því hvort að miklum skaða hafi verið forðað með því að fresta verkfallsaðgerðum sagði Ragnar að hugur hans væri aðallega hjá erlendum ferðamönnum sem sáu kannski fram á að þurfa að gista í strætóskýlum eða við álíka aðbúnað vegna verkfalls hótelstarfsmanna. „Það hefði orðið mikið tjón fyrir hótelin en ekki síður, bara í rauninni, fyrir þessa erlendu gesti okkar sem hefðu bara verið í stórkostlegum vandræðum þegar komnir til landsins,“ sagði hann. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, tilkynnti um níu leytið í kvöld að samkomulag hefði náðst um að Efling frestaði öllum verkfallsaðgerðum sínum til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar og að frestunin tæki þegar gildi. Samningsaðilar ætluðu að freista þess að ná samningi um helgina. Þeir koma saman til eiginlegra kjarasamningsviðræðna klukkan tíu í fyrramálið. Að fundi loknum í kvöld sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi verið mikilvægt skref að fresta verkföllum til þess að samningsaðilar gætu einbeitt sér að viðræðum. SA hafi óskað eftir lengri frest þar sem þau hafi talið að lengri tíma þyrfti til þess að fá botn í kjarasamningsviðræðurnar. Ragnar sagðist vonast til þess að verkfallsaðgerðum yrði frestað um lengri tíma ef viðræður færu á skrið. Sami rammi en tilbúin að reyna að laga hann að Eflingarfólki Fram að þessu hafa Samtök atvinnulífsins ekki ljáð máls á því að semja við Eflingu á öðrum nótum en þau hafa þegar gert við önnur samtök launþega, þar á meðal Starfsgreinasambandið. Samtökin virðast ekki ætla að hvika frá þeirri línu ef marka má orð Ragnars í kvöld. „Við teljum kannski núna, og kannski getur Efling staðfest það, að það séu meiri forsendur til að ræða um gerð samnings á grundvelli þeirra samninga sem í rauninni þegar hafa verið gerðir og hafa verið samþykktir af meginþorra launafólks," sagði hann. „Við höfum vísað til ákveðins ramma og okkar viðsemjendur þekkja þann ramma sem við erum að vinna með.“ Lýsti Ragnar þó SA tilbúin til þess að reyna að finna einhvers konar aðlögun á kjarasamningsrammanum að Eflingu og samsetningu hópsins sem félagið semur fyrir. Efling hefur meðal annars krafist meiri kjarabóta þar sem félagar þess séu að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu þar sem framfærslukostnaður sé hærri en á landsbyggðinni. Viðtalið við Ragnar Árnason má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. „Temmilega bjartsýnn“ og hugur hans hjá erlendu ferðamönnunum Ragnar sagðist „temmilega“ bjartsýnn á viðræðurnar sem eru framundan næstu daga. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt. Við skulum bara sjá hvað fram vindur,“ sagði hann. Spurður að því hvort að miklum skaða hafi verið forðað með því að fresta verkfallsaðgerðum sagði Ragnar að hugur hans væri aðallega hjá erlendum ferðamönnum sem sáu kannski fram á að þurfa að gista í strætóskýlum eða við álíka aðbúnað vegna verkfalls hótelstarfsmanna. „Það hefði orðið mikið tjón fyrir hótelin en ekki síður, bara í rauninni, fyrir þessa erlendu gesti okkar sem hefðu bara verið í stórkostlegum vandræðum þegar komnir til landsins,“ sagði hann.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04