Graham er ein allra frægasta „plus size“ fyrirsæta heims. Hún hefur verið á forsíðum tímarita á borð við Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle.
Þá hefur hún verið ötul talskona sjálfsástar og líkamsvirðingar í gegnum tíðina. Hún hefur reglulega sett inn myndir af sér þar sem hún sýnir alla þá fegurð sem mannslíkaminn hefur upp á að bjóða, eins og slit og fellingar.
Á nýrri mynd af Graham má sjá hana pósa í Wave bol úr smiðju Yeoman.
„Þvílíkur heiður að klæða svona ofurkonu og Icon eins og supermodelið og baráttukonuna Ashley. Við erum í skýjunum með þetta,“ segir í færslu á Instagram síðu Yeoman.
Graham er ekki ókunnug Íslandi því árið 2018 heimsótti hún landið og eyddi hún tíma með fyrirsætunni Ingu Eiríksdóttur.