„Það á enginn þetta skilið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 19:15 Systkinin Sigurrós Yrja Jónsdóttir og Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Aðsend Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta. Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17