„Ég get nú kannski ekki sagt að þetta komi mikið á óvart“ Máni Snær Þorláksson skrifar 19. febrúar 2023 17:18 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Arnar Halldórsson Viðræðum Eflingar og SA er lokið og því ljóst að verkfall mun hefjast á miðnætti. Framkvæmdastjóri Olís þetta ekki koma mikið á óvart. Fyrirtækið búi sig undir að verkfallið gæti dregist á langinn. Stutt tilkynning var birt á vef Eflingar fyrr í dag. Í tilkynningunni kom fram að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, væri búinn að senda skilaboð til þeirra Eflingarliða sem voru í verkfalli fyrir helgi. Í skilaboðunum var fólk beðið um að vera „í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld.“ Það leið svo ekki langur tími þar til viðræðum Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins lauk, án samnings. Kemur ekki á óvart Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi búið sig undir allar sviðsmyndir, þar á meðal að verkfall myndi hefjast að nýju. „Ég get nú kannski ekki sagt að þetta komi mikið á óvart,“ segir Frosti í samtali við fréttastofu. „Það væri ákjósanlegt að samningsaðilar myndu ná saman en það var margt sem benti til þess að það væri langt þarna á milli. Við erum bara búin að nýta tímann og fylla eftir fremsta megni á birgðir og afgreiða útistandandi afgreiðslubeiðnir á meðan þessi verkfallspása var í gangi.“ Frosti vonar að það takist að leysa úr deilunni sem fyrst til að hægt sé að koma í veg fyrir tjón og samfélagslegt rask. „Það eru auðvitað vonbrigði ef þeim tekst ekki að leysa þetta enda ljóst, alveg eins og við töluðum um í síðustu viku, að það tekur ekki marga daga til að þetta fari að mynda heilmikið tjón og samfélagslegt rask.“ Auðveldara en í síðustu viku Verkfallsaðgerðir hefjast aftur á miðnætti og taka nú við svipaðar kringumstæður eins og þær sem mynduðust í síðustu viku. Unnið verði eftir fremsta megni úr stöðunni frá degi til dags. „Það er allavega kominn meiri skýrleiki hvað varðar afgreiðslu til undanþáguaðila. Að sama skapi erum við kannski að átta okkur aðeins betur á því hvernig við getum haldið sem stærstum hluta kerfisins gangandi með þeim starfsmönnum sem þá verða til staðar í olíudreifingunni, á öðrum stöðum landsins og utan Eflingar. Þannig það er í rauninni staðan hjá okkur.“ Það verður því auðveldara að fara í verkfall núna en það var í síðustu viku. „Við erum auðvitað búin að fá eina generalprufu á þessu og ég held að þetta verði að einhverju marki einfaldara, að minnsta kosti að rúlla þessu af stað,“ segir hann. „Að sama skapi þá gekk verkfallið ekki mjög langt í síðustu viku þannig það kannski fer að reyna meira á þolinmæði viðskiptavina og samfélagsins í heild ef verkfallið dregst á langinn.“ Búa sig undir langvarandi verkfall Frosti var ekki vongóður um að samningar myndu nást í dag. „Því miður þá finnst manni einhvern veginn ekki líta út fyrir að það sé lausn á sjóndeildarhringnum,“ segir hann. „Fyrir vikið þá verðum við að minnsta kosti að búa okkur undir það að þetta verkfall gæti dregist á langinn. Ég held að það sé öllum ljóst að því fylgir heilmikið tjón.“ Verkfallið mun að sögn Frosta hafa mest áhrif á höfuðborgarsvæðið. Svo virðist vera sem Reykjanesið, Selfoss og jafnvel hluti Vesturlands verði í betra ástandi en við var búist í fyrstu. „Þetta eru bara nokkrir dagar, mismunandi eftir afgreiðslustöðvum, þangað til birgðir tæmast á höfuðborgarsvæðinu. Þá verða bara eftirstandandi þær afgreiðslustöðvar sem verður heimilt að halda gangandi fyrir undanþáguaðila. Við vonum að viðskiptavinir okkar haldi áfram að sýna umburðarlyndi og skilning á kringumstæðum. Við gerum okkar besta til þess að lágmarka rask, eins og við höfum gert fram til þessa.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Stutt tilkynning var birt á vef Eflingar fyrr í dag. Í tilkynningunni kom fram að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, væri búinn að senda skilaboð til þeirra Eflingarliða sem voru í verkfalli fyrir helgi. Í skilaboðunum var fólk beðið um að vera „í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld.“ Það leið svo ekki langur tími þar til viðræðum Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins lauk, án samnings. Kemur ekki á óvart Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi búið sig undir allar sviðsmyndir, þar á meðal að verkfall myndi hefjast að nýju. „Ég get nú kannski ekki sagt að þetta komi mikið á óvart,“ segir Frosti í samtali við fréttastofu. „Það væri ákjósanlegt að samningsaðilar myndu ná saman en það var margt sem benti til þess að það væri langt þarna á milli. Við erum bara búin að nýta tímann og fylla eftir fremsta megni á birgðir og afgreiða útistandandi afgreiðslubeiðnir á meðan þessi verkfallspása var í gangi.“ Frosti vonar að það takist að leysa úr deilunni sem fyrst til að hægt sé að koma í veg fyrir tjón og samfélagslegt rask. „Það eru auðvitað vonbrigði ef þeim tekst ekki að leysa þetta enda ljóst, alveg eins og við töluðum um í síðustu viku, að það tekur ekki marga daga til að þetta fari að mynda heilmikið tjón og samfélagslegt rask.“ Auðveldara en í síðustu viku Verkfallsaðgerðir hefjast aftur á miðnætti og taka nú við svipaðar kringumstæður eins og þær sem mynduðust í síðustu viku. Unnið verði eftir fremsta megni úr stöðunni frá degi til dags. „Það er allavega kominn meiri skýrleiki hvað varðar afgreiðslu til undanþáguaðila. Að sama skapi erum við kannski að átta okkur aðeins betur á því hvernig við getum haldið sem stærstum hluta kerfisins gangandi með þeim starfsmönnum sem þá verða til staðar í olíudreifingunni, á öðrum stöðum landsins og utan Eflingar. Þannig það er í rauninni staðan hjá okkur.“ Það verður því auðveldara að fara í verkfall núna en það var í síðustu viku. „Við erum auðvitað búin að fá eina generalprufu á þessu og ég held að þetta verði að einhverju marki einfaldara, að minnsta kosti að rúlla þessu af stað,“ segir hann. „Að sama skapi þá gekk verkfallið ekki mjög langt í síðustu viku þannig það kannski fer að reyna meira á þolinmæði viðskiptavina og samfélagsins í heild ef verkfallið dregst á langinn.“ Búa sig undir langvarandi verkfall Frosti var ekki vongóður um að samningar myndu nást í dag. „Því miður þá finnst manni einhvern veginn ekki líta út fyrir að það sé lausn á sjóndeildarhringnum,“ segir hann. „Fyrir vikið þá verðum við að minnsta kosti að búa okkur undir það að þetta verkfall gæti dregist á langinn. Ég held að það sé öllum ljóst að því fylgir heilmikið tjón.“ Verkfallið mun að sögn Frosta hafa mest áhrif á höfuðborgarsvæðið. Svo virðist vera sem Reykjanesið, Selfoss og jafnvel hluti Vesturlands verði í betra ástandi en við var búist í fyrstu. „Þetta eru bara nokkrir dagar, mismunandi eftir afgreiðslustöðvum, þangað til birgðir tæmast á höfuðborgarsvæðinu. Þá verða bara eftirstandandi þær afgreiðslustöðvar sem verður heimilt að halda gangandi fyrir undanþáguaðila. Við vonum að viðskiptavinir okkar haldi áfram að sýna umburðarlyndi og skilning á kringumstæðum. Við gerum okkar besta til þess að lágmarka rask, eins og við höfum gert fram til þessa.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira