Boða til víðtækra mótmælaaðgerða verði af verkbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2023 15:38 Frá mótmælum Eflingarfólks fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Komi til verkbanns í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mun Efling kalla saman Eflingarfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim vinnuveitendum sem beita munu verkbanni. Þetta kemur fram á vef Eflingar þar sem félagsmönnum félagsins eru veittar upplýsingar um hið mögulega verkbann sem aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins greiða nú atkvæði um. „Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það,“ segir á vef Eflingar. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi 2. mars næstkomandi. Á vef Eflingar er verkbann útskýrt á þá leið að það sé þegar atvinnurekandi sendi starfsfólk sitt heim úr vinnu og neiti að greiða því laun. „Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella,“ segir á vef Eflingar. Þar kemur jafn framt fram að Efling muni ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda sé verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður standi ekki undir þeim greiðslum. Verði af hinu fyrirhugaða verkbanni hvetur Efling félagsmenn sína til þess að afla staðfestingu hjá vinnuveitenda sínum um hvort hann muni beita verkbanni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01 Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09 Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Eflingar þar sem félagsmönnum félagsins eru veittar upplýsingar um hið mögulega verkbann sem aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins greiða nú atkvæði um. „Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það,“ segir á vef Eflingar. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi 2. mars næstkomandi. Á vef Eflingar er verkbann útskýrt á þá leið að það sé þegar atvinnurekandi sendi starfsfólk sitt heim úr vinnu og neiti að greiða því laun. „Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella,“ segir á vef Eflingar. Þar kemur jafn framt fram að Efling muni ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda sé verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður standi ekki undir þeim greiðslum. Verði af hinu fyrirhugaða verkbanni hvetur Efling félagsmenn sína til þess að afla staðfestingu hjá vinnuveitenda sínum um hvort hann muni beita verkbanni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01 Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09 Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01
Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36
Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48