Hefur fulla trú á að samningar náist Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 23:17 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ. Stöð 2/Arnar Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum. „Þetta auðvitað leggst ekki vel í mann, að deilan sé komin á þennan stað. Hún er búin að vera í miklum hnút og nú eru atvinnurekendur að grípa til aðgerða sem munu hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann ræddi stöðuna í kjaraviðræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem ítarlega var farið yfir atburði dagsins. Hann telur að útspil Samtaka atvinnulífsins sé ekki til þess fallið að auðvelda deiluna og að betra hefði verið að samningsaðilar reyndu að leysa ágreining sinn við samningsborðið. Samkomulag krefjist ríks samningsvilja Kristján Þórður segir að hann hafi fulla trú á því að Efling og SA muni á endanum ná saman en að til þess þurfi að vera ríkur samningsvilji beggja vegna borðsins. „Aðilar notuðu helgina og síðusta daga síðustu viku til að reyna að leita allra leiða til að ná samningum. Það tókst því miður ekki en ég hef fulla trú á að þetta sé mögulegt,“ segir hann. Heldur þú að þetta sé farið að snúast of mikið um persónur? Ég held að Samtök atvinnulífsins þurfi að gefa sér meiri tíma og kraft í að setjast niður og finna leiðir með Eflingu, til að leiða þetta til lykta og ná kjarasamningi. Ég held að fókusinn þurfi svolítið að fara þangað í stað þess að búa til enn meiri deilur,“ segir Kristján Þórður að lokum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Tengdar fréttir Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12 Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta auðvitað leggst ekki vel í mann, að deilan sé komin á þennan stað. Hún er búin að vera í miklum hnút og nú eru atvinnurekendur að grípa til aðgerða sem munu hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann ræddi stöðuna í kjaraviðræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem ítarlega var farið yfir atburði dagsins. Hann telur að útspil Samtaka atvinnulífsins sé ekki til þess fallið að auðvelda deiluna og að betra hefði verið að samningsaðilar reyndu að leysa ágreining sinn við samningsborðið. Samkomulag krefjist ríks samningsvilja Kristján Þórður segir að hann hafi fulla trú á því að Efling og SA muni á endanum ná saman en að til þess þurfi að vera ríkur samningsvilji beggja vegna borðsins. „Aðilar notuðu helgina og síðusta daga síðustu viku til að reyna að leita allra leiða til að ná samningum. Það tókst því miður ekki en ég hef fulla trú á að þetta sé mögulegt,“ segir hann. Heldur þú að þetta sé farið að snúast of mikið um persónur? Ég held að Samtök atvinnulífsins þurfi að gefa sér meiri tíma og kraft í að setjast niður og finna leiðir með Eflingu, til að leiða þetta til lykta og ná kjarasamningi. Ég held að fókusinn þurfi svolítið að fara þangað í stað þess að búa til enn meiri deilur,“ segir Kristján Þórður að lokum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Tengdar fréttir Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12 Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12
Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25