Hefur fulla trú á að samningar náist Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 23:17 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ. Stöð 2/Arnar Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum. „Þetta auðvitað leggst ekki vel í mann, að deilan sé komin á þennan stað. Hún er búin að vera í miklum hnút og nú eru atvinnurekendur að grípa til aðgerða sem munu hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann ræddi stöðuna í kjaraviðræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem ítarlega var farið yfir atburði dagsins. Hann telur að útspil Samtaka atvinnulífsins sé ekki til þess fallið að auðvelda deiluna og að betra hefði verið að samningsaðilar reyndu að leysa ágreining sinn við samningsborðið. Samkomulag krefjist ríks samningsvilja Kristján Þórður segir að hann hafi fulla trú á því að Efling og SA muni á endanum ná saman en að til þess þurfi að vera ríkur samningsvilji beggja vegna borðsins. „Aðilar notuðu helgina og síðusta daga síðustu viku til að reyna að leita allra leiða til að ná samningum. Það tókst því miður ekki en ég hef fulla trú á að þetta sé mögulegt,“ segir hann. Heldur þú að þetta sé farið að snúast of mikið um persónur? Ég held að Samtök atvinnulífsins þurfi að gefa sér meiri tíma og kraft í að setjast niður og finna leiðir með Eflingu, til að leiða þetta til lykta og ná kjarasamningi. Ég held að fókusinn þurfi svolítið að fara þangað í stað þess að búa til enn meiri deilur,“ segir Kristján Þórður að lokum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Tengdar fréttir Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12 Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
„Þetta auðvitað leggst ekki vel í mann, að deilan sé komin á þennan stað. Hún er búin að vera í miklum hnút og nú eru atvinnurekendur að grípa til aðgerða sem munu hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann ræddi stöðuna í kjaraviðræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem ítarlega var farið yfir atburði dagsins. Hann telur að útspil Samtaka atvinnulífsins sé ekki til þess fallið að auðvelda deiluna og að betra hefði verið að samningsaðilar reyndu að leysa ágreining sinn við samningsborðið. Samkomulag krefjist ríks samningsvilja Kristján Þórður segir að hann hafi fulla trú á því að Efling og SA muni á endanum ná saman en að til þess þurfi að vera ríkur samningsvilji beggja vegna borðsins. „Aðilar notuðu helgina og síðusta daga síðustu viku til að reyna að leita allra leiða til að ná samningum. Það tókst því miður ekki en ég hef fulla trú á að þetta sé mögulegt,“ segir hann. Heldur þú að þetta sé farið að snúast of mikið um persónur? Ég held að Samtök atvinnulífsins þurfi að gefa sér meiri tíma og kraft í að setjast niður og finna leiðir með Eflingu, til að leiða þetta til lykta og ná kjarasamningi. Ég held að fókusinn þurfi svolítið að fara þangað í stað þess að búa til enn meiri deilur,“ segir Kristján Þórður að lokum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Tengdar fréttir Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12 Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12
Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25