Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Snorri Másson skrifar 23. febrúar 2023 08:00 Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan. Allar hníga umræddar breytingar í sömu átt, að hreinsa textann af hugmyndum og tungutaki sem kynni að skiljast þannig að það gæti reynst meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahópinn. Orðið „feitur” - á ensku fat - hefur til dæmis verið tekið út úr öllum bókum Roald Dahl. Sums staðar er það bara þurrkað út og annars staðar breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók eru orðnir kynhlutlausir. Matthildur er nú látin lesa bók eftir konu í stað bókar eftir karl í frístundum sínum - og norn í Nornunum sem er dulbúin sem afgreiðslukona í matvöruverslun er nú dulbúin sem framúrskarandi vísindakona. Heilu kvæðin í bókunum hafa verið samin upp á nýtt - og halda mætti áfram að þylja dæmi um breytingar, þær skipta hundruðum. Rúnar segir vafasamt að fara í texta höfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar segir að það hlyti að koma svipur á fólk ef tilkynnt væri að til stæði að gera slíkt hið sama við texta Halldórs Laxness. Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Rúnar bendir á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum,“ segir Rúnar. „Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn.” „Ég held að það sama eigi við í grundvallaratriðum um börn. Ævintýrin sýna vondan heim. Og þau venjast því frá unga aldri að þetta er viðsjárverður heimur, sem þarf að takast á við,“ segir Rúnar. Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð.Vísir/Einar Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Bókmenntir Íslensk fræði Ísland í dag Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Allar hníga umræddar breytingar í sömu átt, að hreinsa textann af hugmyndum og tungutaki sem kynni að skiljast þannig að það gæti reynst meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahópinn. Orðið „feitur” - á ensku fat - hefur til dæmis verið tekið út úr öllum bókum Roald Dahl. Sums staðar er það bara þurrkað út og annars staðar breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók eru orðnir kynhlutlausir. Matthildur er nú látin lesa bók eftir konu í stað bókar eftir karl í frístundum sínum - og norn í Nornunum sem er dulbúin sem afgreiðslukona í matvöruverslun er nú dulbúin sem framúrskarandi vísindakona. Heilu kvæðin í bókunum hafa verið samin upp á nýtt - og halda mætti áfram að þylja dæmi um breytingar, þær skipta hundruðum. Rúnar segir vafasamt að fara í texta höfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar segir að það hlyti að koma svipur á fólk ef tilkynnt væri að til stæði að gera slíkt hið sama við texta Halldórs Laxness. Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Rúnar bendir á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum,“ segir Rúnar. „Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn.” „Ég held að það sama eigi við í grundvallaratriðum um börn. Ævintýrin sýna vondan heim. Og þau venjast því frá unga aldri að þetta er viðsjárverður heimur, sem þarf að takast á við,“ segir Rúnar. Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð.Vísir/Einar Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar
Bókmenntir Íslensk fræði Ísland í dag Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57