Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Snorri Másson skrifar 23. febrúar 2023 08:00 Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan. Allar hníga umræddar breytingar í sömu átt, að hreinsa textann af hugmyndum og tungutaki sem kynni að skiljast þannig að það gæti reynst meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahópinn. Orðið „feitur” - á ensku fat - hefur til dæmis verið tekið út úr öllum bókum Roald Dahl. Sums staðar er það bara þurrkað út og annars staðar breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók eru orðnir kynhlutlausir. Matthildur er nú látin lesa bók eftir konu í stað bókar eftir karl í frístundum sínum - og norn í Nornunum sem er dulbúin sem afgreiðslukona í matvöruverslun er nú dulbúin sem framúrskarandi vísindakona. Heilu kvæðin í bókunum hafa verið samin upp á nýtt - og halda mætti áfram að þylja dæmi um breytingar, þær skipta hundruðum. Rúnar segir vafasamt að fara í texta höfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar segir að það hlyti að koma svipur á fólk ef tilkynnt væri að til stæði að gera slíkt hið sama við texta Halldórs Laxness. Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Rúnar bendir á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum,“ segir Rúnar. „Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn.” „Ég held að það sama eigi við í grundvallaratriðum um börn. Ævintýrin sýna vondan heim. Og þau venjast því frá unga aldri að þetta er viðsjárverður heimur, sem þarf að takast á við,“ segir Rúnar. Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð.Vísir/Einar Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Bókmenntir Íslensk fræði Ísland í dag Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Allar hníga umræddar breytingar í sömu átt, að hreinsa textann af hugmyndum og tungutaki sem kynni að skiljast þannig að það gæti reynst meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahópinn. Orðið „feitur” - á ensku fat - hefur til dæmis verið tekið út úr öllum bókum Roald Dahl. Sums staðar er það bara þurrkað út og annars staðar breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók eru orðnir kynhlutlausir. Matthildur er nú látin lesa bók eftir konu í stað bókar eftir karl í frístundum sínum - og norn í Nornunum sem er dulbúin sem afgreiðslukona í matvöruverslun er nú dulbúin sem framúrskarandi vísindakona. Heilu kvæðin í bókunum hafa verið samin upp á nýtt - og halda mætti áfram að þylja dæmi um breytingar, þær skipta hundruðum. Rúnar segir vafasamt að fara í texta höfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar segir að það hlyti að koma svipur á fólk ef tilkynnt væri að til stæði að gera slíkt hið sama við texta Halldórs Laxness. Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Rúnar bendir á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum,“ segir Rúnar. „Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn.” „Ég held að það sama eigi við í grundvallaratriðum um börn. Ævintýrin sýna vondan heim. Og þau venjast því frá unga aldri að þetta er viðsjárverður heimur, sem þarf að takast á við,“ segir Rúnar. Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð.Vísir/Einar Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar
Bókmenntir Íslensk fræði Ísland í dag Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57