Boða ekki til frekari verkfalla Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2023 11:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Umræddar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar. Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar halda áfram og félagsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu eru áfram í verkfalli. „Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu á vef Eflingar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífisins samþykktu með afgerandi meirihluta verkbann á félagsmenn Eflingar, sem hefjast á þann 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88 prósent. Efling boðaði til mótmæla í dag vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00 Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Umræddar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar. Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar halda áfram og félagsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu eru áfram í verkfalli. „Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu á vef Eflingar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífisins samþykktu með afgerandi meirihluta verkbann á félagsmenn Eflingar, sem hefjast á þann 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88 prósent. Efling boðaði til mótmæla í dag vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00 Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33
Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00
Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20
Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04