Fimm konur tilnefndar til Kítón verðlaunanna Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 13:38 Gugusar, Salka, Hildur, Herdís og Margrét eru tilnefndar til Kítón verðlaunanna. Samsett Fimm konur eru tilnefndar til Kítón verðlaunanna í ár. Sigurvegari þeirra verður kynntur á Hlustendaverðlaununum þann 17. mars næstkomandi. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári. Stjórn Kítón velur svo sigurvegara Kítón verðlaunanna. Sigurvegarinn fær 250.000 króna peningastyrk frá Orku náttúrunnar. Þær fimm konur sem tilefndar eru til Kítón verðlaunanna í ár eru: Gugusar Salka Valsdóttir Hildur Kristín Stefánsdóttir Herdís Stefánsdóttir Margrét Rán Magnúsdóttir Gugusar Gugusar er listamannanafn Guðlaugar Sóleyjar Höskuldsdóttur. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir einstaka tónlist og sviðsframkomu sína. Óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í íslenska tónlistarheiminn síðan hún gaf út sína fyrstu plötu, sem kom út þegar hún var einungis 16 ára gömul. Salka Valsdóttir Salka hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Þá hefur hún að undanförnu einnig gefið út sóló tónlist undir listamannanafninu neonme. Í nóvember síðastliðnum gaf hún út sína aðra smáskífu af tilvonandi plötu hennar premiere. Hildur Kristín Stefánsdóttir Hildur Kristín er lagahöfundur, upptökustjóri og tónlistarkona með meiru. Til að mynda er hún hluti af dansbandinu Red Riot. Þá er hún eigandi Skýsins skapandi skóla ásamt Unni Eggerts. Hún hefur unnið ötult starf við að upphefja og styrkja konur í tónlist á Íslandi sem lagahöfundur, söngkona, kennari og sem einn fremsti upptökustjóri Íslands. Herdís Stefánsdóttir Herdís hefur náð frábærum árangri á undanförnum árum á sviði kvikmyndatónlistar. Herdís var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlist sína við við kvikmyndina The Sun Is Also A Star árið 2019. Árið 2022 átti hún, ásamt Kjartani Hólm, tónlistina í íslensku þáttaseríunni Verbúðinni og í janúar 2023 mátti heyra tónlistina hennar í nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, Knock at the Cabin. Herdís er án efa ein af næstu skærustu stjörnum Íslands í kvikmyndatónlist. Margrét Rán Magnúsdóttir Margrét Rán er söngkona hljómsveitarinnar Vök sem hún stofnaði árið 2013. Hljómsveitin vann Músíktilraunir það árið og hefur síðan þá vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Þá hefur Margrét einnig sungið með hljómsveitinni GusGus og samið tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Hlustendaverðlaunin Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári. Stjórn Kítón velur svo sigurvegara Kítón verðlaunanna. Sigurvegarinn fær 250.000 króna peningastyrk frá Orku náttúrunnar. Þær fimm konur sem tilefndar eru til Kítón verðlaunanna í ár eru: Gugusar Salka Valsdóttir Hildur Kristín Stefánsdóttir Herdís Stefánsdóttir Margrét Rán Magnúsdóttir Gugusar Gugusar er listamannanafn Guðlaugar Sóleyjar Höskuldsdóttur. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir einstaka tónlist og sviðsframkomu sína. Óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í íslenska tónlistarheiminn síðan hún gaf út sína fyrstu plötu, sem kom út þegar hún var einungis 16 ára gömul. Salka Valsdóttir Salka hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Þá hefur hún að undanförnu einnig gefið út sóló tónlist undir listamannanafninu neonme. Í nóvember síðastliðnum gaf hún út sína aðra smáskífu af tilvonandi plötu hennar premiere. Hildur Kristín Stefánsdóttir Hildur Kristín er lagahöfundur, upptökustjóri og tónlistarkona með meiru. Til að mynda er hún hluti af dansbandinu Red Riot. Þá er hún eigandi Skýsins skapandi skóla ásamt Unni Eggerts. Hún hefur unnið ötult starf við að upphefja og styrkja konur í tónlist á Íslandi sem lagahöfundur, söngkona, kennari og sem einn fremsti upptökustjóri Íslands. Herdís Stefánsdóttir Herdís hefur náð frábærum árangri á undanförnum árum á sviði kvikmyndatónlistar. Herdís var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlist sína við við kvikmyndina The Sun Is Also A Star árið 2019. Árið 2022 átti hún, ásamt Kjartani Hólm, tónlistina í íslensku þáttaseríunni Verbúðinni og í janúar 2023 mátti heyra tónlistina hennar í nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, Knock at the Cabin. Herdís er án efa ein af næstu skærustu stjörnum Íslands í kvikmyndatónlist. Margrét Rán Magnúsdóttir Margrét Rán er söngkona hljómsveitarinnar Vök sem hún stofnaði árið 2013. Hljómsveitin vann Músíktilraunir það árið og hefur síðan þá vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Þá hefur Margrét einnig sungið með hljómsveitinni GusGus og samið tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar.
Hlustendaverðlaunin Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira