Boðar deiluaðila á fund: Verkbanni frestað um fjóra daga Árni Sæberg og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2023 11:45 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur boðað samninganefndir á fund sinn í Karphúsinu í kvöld. Efni fundarins er möguleg ný miðlunartillaga en verkbanni SA hefur verið frestað um fjóra daga. Ástráður Haraldsson er stiginn undan feldi og hefur ákveðið að boða þau Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur ásamt fylgdarliði á fund í kvöld. Forsvarsmenn deiluaðila hafa sagst tilbúnir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur frá Ástráði. Þá hefur Ástráður sagt að það sé ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í samtali við Vísi segir Ástráður að hann ætli að nýta fundinn til þess að ráðgast við samingsaðila um möguleikann á því að hann leggi fram nýja miðlunartillögu. Hann segist ekki vita hvernig hljóðið er í þeim Sólveigu Önnu og Halldóri Benjamín fyrir fundinn en að eitthvað verði að reyna til þess að leysa úr deilunni. Verkbanni frestað um fjóra daga Í framhaldi af fundarboði sáttasemjara barst tilkynning frá SA þess efnis að boðuðu verkbanni hafi verið frestað. Til stóð að verkbann hæfist þann 2. mars en því hefur verið frestað til klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. Er þetta gert að beiðni ríkissáttasemjara. Þá kemur fram að Samtök atvinnulífsins muni ekki veita nein viðtöl fyrr en að loknum fundi með ríkissáttasemjara. Bréf SA til Eflingar má finna hér á vef samtakanna. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að félagsfólk sé beðið um að fylgjast náið með framvindu kjaradeilunnar á næstu sólarhringum. Ekkert kemur fram um það hvort til standi að fresta verkföllum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ástráður Haraldsson er stiginn undan feldi og hefur ákveðið að boða þau Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur ásamt fylgdarliði á fund í kvöld. Forsvarsmenn deiluaðila hafa sagst tilbúnir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur frá Ástráði. Þá hefur Ástráður sagt að það sé ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í samtali við Vísi segir Ástráður að hann ætli að nýta fundinn til þess að ráðgast við samingsaðila um möguleikann á því að hann leggi fram nýja miðlunartillögu. Hann segist ekki vita hvernig hljóðið er í þeim Sólveigu Önnu og Halldóri Benjamín fyrir fundinn en að eitthvað verði að reyna til þess að leysa úr deilunni. Verkbanni frestað um fjóra daga Í framhaldi af fundarboði sáttasemjara barst tilkynning frá SA þess efnis að boðuðu verkbanni hafi verið frestað. Til stóð að verkbann hæfist þann 2. mars en því hefur verið frestað til klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. Er þetta gert að beiðni ríkissáttasemjara. Þá kemur fram að Samtök atvinnulífsins muni ekki veita nein viðtöl fyrr en að loknum fundi með ríkissáttasemjara. Bréf SA til Eflingar má finna hér á vef samtakanna. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að félagsfólk sé beðið um að fylgjast náið með framvindu kjaradeilunnar á næstu sólarhringum. Ekkert kemur fram um það hvort til standi að fresta verkföllum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00
Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01
Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56