Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 06:31 Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, hefur ekki lagt fram nýja miðlunartillögu eins og er. Vísir/Vilhelm Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira