Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 12:18 Neyðarskýlin í Reykjavík fyrir heimilislausa eru jafnan yfirfull og sérfræðingur í skaðaminnkun segir brýna þörf á fleiri langtímabúsetuúrræðum eigi fólk ekki að festast þar. Vísir/Arnar Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala. Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala.
Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira