Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2023 14:29 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna. Vísir Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent