Gæti ráðist á næsta sólarhring hvort ný miðlunartillaga verði lögð fram Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2023 19:30 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari þarf að vera fullviss um að möguleg miðlunartillaga hans verði send í atkvæðagreiðslu hjá báðum aðilum. Vísir/Vilhelm Tími setts ríkissáttasemjara til að leggja fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fer að renna út vegna yfirvofandi verkbanns á mánudag. Hann er líka í þrengri stöðu en embættið var til að leggja fram slíka tillögu þar sem hann þarf að vera þess fullviss að báðir deiluaðilar muni samþykkja að tillaga hans fari í atkvæðagreiðslu. Engin efnisleg niðurstaða varð á fundi samninganefnda Eflingar og SA sem settur ríkissáttasemjari boðaði til klukkan átta í gærkvöldi og lauk upp úr miðnætti. Þar reyndi hann að mjaka aðilum saman um miðlunartillögu sem hann myndi leggja fram og báðir aðilar væru sáttir við að færi í atkvæðagreiðslu. Eftir að Landsréttur úrskurðaði að Eflingu bæri ekki að veita embætti ríkissáttasemjara aðgang að kjörskrá sinni vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram hinn 26. janúar, getur núverandi sáttasemjari varla lagt fram nýja miðlunartillögu án þess að deiluaðilar fullvissi hann um að atkvæði verði greidd um hana. Ástráður Haraldsson hefur beint því til samninganefndarfólks beggja fylkinga að vera ekki að tjá sig við fjölmiðla á meðan á viðræðum stendur og hefur lokað húsakynnum sínum fyrir fjölmiðlafólki. Stefán Ólafsson sérfræðingur ívinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og einn samningamanna félagsins, hristi í veikum stoðum viðræðnanna skömmu fyrir hádegi með færslu á Facebook. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna.Vísir Hann sagði fundinn í gærkvöldi hafi farið í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs," sagði Stefán. Settur ríkissáttasemjari var ekki sáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns. Hann hefði í fyrsta lagi beðið aðila að vera ekki að tjá sig opinberlega vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem væri uppi í deilunni. „Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram ásamningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila. Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Ástráður í fréttum Bylgjunnar klukkan tvö. Þetta mætti ekki gerast og væri er vís vegur til að hleypa deilunni endanlega út af teinunum ef menn ætluðu að fara þessa leið. Stjórnvöld fylgjast með á kantinum Ef ekki nást samningar eða að minnsta kosti samstaða um að miðlunartillaga verði lögð fram til atkvæðagreiðslu beggja aðila á allra næstu sólarhringum má reikna með að stjórnvöld fari að verða áhyggjufull. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þó ekki komið að því að stjórnvöld stígi beinlínis inn í deiluna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórina fylgjast vel með síbreytilegri þróun kjaradeilunnar. Ekki sé tímabært að þau grípi inn í deiluna.Stöð 2/Arnar „Ég met stöðuna þannig að settur sáttasemjari hefur verið að vinna sig í gegnum þessi mál af festu. Farið í raun og veru í gengum alla liði og hélt því áfram í gær. Nú verður að koma í ljós hvort mat hans er að það sé tímabært að kalla aðila aftur saman til fundar. En meðan fólk situr við samningaborðið leyfi ég mér að vona að það sé von um farsæla lendingu í þessu máli," sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Það væri hins vegar erfitt fyrir hana að úttala sig um hvað gerðist næst í deilunni. „Það sem við höfum verið að gera er eins og ég segi, að meta áhrifin af þeim verkfallsaðgerðum sem standa yfir. Það stöðumat breytist frá degi til dags. Eftir að boðað var til fundar í gær var auðvitað verkbanni Samtaka atvinnulífsins frestað. Það breytir okkar stöðumati þannig að við metum það ekki sem svo að það sé tímabært að stíga inn í þessa deilu á þessum tímapunkti," sagði Katrín Jakobsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." 28. febrúar 2023 14:29 Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Engin efnisleg niðurstaða varð á fundi samninganefnda Eflingar og SA sem settur ríkissáttasemjari boðaði til klukkan átta í gærkvöldi og lauk upp úr miðnætti. Þar reyndi hann að mjaka aðilum saman um miðlunartillögu sem hann myndi leggja fram og báðir aðilar væru sáttir við að færi í atkvæðagreiðslu. Eftir að Landsréttur úrskurðaði að Eflingu bæri ekki að veita embætti ríkissáttasemjara aðgang að kjörskrá sinni vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram hinn 26. janúar, getur núverandi sáttasemjari varla lagt fram nýja miðlunartillögu án þess að deiluaðilar fullvissi hann um að atkvæði verði greidd um hana. Ástráður Haraldsson hefur beint því til samninganefndarfólks beggja fylkinga að vera ekki að tjá sig við fjölmiðla á meðan á viðræðum stendur og hefur lokað húsakynnum sínum fyrir fjölmiðlafólki. Stefán Ólafsson sérfræðingur ívinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og einn samningamanna félagsins, hristi í veikum stoðum viðræðnanna skömmu fyrir hádegi með færslu á Facebook. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna.Vísir Hann sagði fundinn í gærkvöldi hafi farið í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs," sagði Stefán. Settur ríkissáttasemjari var ekki sáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns. Hann hefði í fyrsta lagi beðið aðila að vera ekki að tjá sig opinberlega vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem væri uppi í deilunni. „Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram ásamningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila. Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Ástráður í fréttum Bylgjunnar klukkan tvö. Þetta mætti ekki gerast og væri er vís vegur til að hleypa deilunni endanlega út af teinunum ef menn ætluðu að fara þessa leið. Stjórnvöld fylgjast með á kantinum Ef ekki nást samningar eða að minnsta kosti samstaða um að miðlunartillaga verði lögð fram til atkvæðagreiðslu beggja aðila á allra næstu sólarhringum má reikna með að stjórnvöld fari að verða áhyggjufull. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þó ekki komið að því að stjórnvöld stígi beinlínis inn í deiluna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórina fylgjast vel með síbreytilegri þróun kjaradeilunnar. Ekki sé tímabært að þau grípi inn í deiluna.Stöð 2/Arnar „Ég met stöðuna þannig að settur sáttasemjari hefur verið að vinna sig í gegnum þessi mál af festu. Farið í raun og veru í gengum alla liði og hélt því áfram í gær. Nú verður að koma í ljós hvort mat hans er að það sé tímabært að kalla aðila aftur saman til fundar. En meðan fólk situr við samningaborðið leyfi ég mér að vona að það sé von um farsæla lendingu í þessu máli," sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Það væri hins vegar erfitt fyrir hana að úttala sig um hvað gerðist næst í deilunni. „Það sem við höfum verið að gera er eins og ég segi, að meta áhrifin af þeim verkfallsaðgerðum sem standa yfir. Það stöðumat breytist frá degi til dags. Eftir að boðað var til fundar í gær var auðvitað verkbanni Samtaka atvinnulífsins frestað. Það breytir okkar stöðumati þannig að við metum það ekki sem svo að það sé tímabært að stíga inn í þessa deilu á þessum tímapunkti," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." 28. febrúar 2023 14:29 Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." 28. febrúar 2023 14:29
Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00