Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Máni Snær Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. febrúar 2023 19:52 Ragnar Þór og Ásthildur Lóa í Iðnó. Vísir/Sigurjón Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“ Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“
Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira