95 ára sprækur hestamaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2023 20:05 Líf Ingimars hefur meira og minna snúið um hesta og hestamennsku. Hann er alvegin ákveðin að fara á bak í vor eftir smá pásu eftir Covid. Magnús Hlynur Hreiðarsson Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor. Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður. Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður.
Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira