„Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 21:54 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að algjör sjálftaka ríki á leigumarkaðnum hér á landi. Vísir/Vilhelm Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. „Það er bara akkúrat ekkert sem réttlætir það, ekki nokkur einasti hlutur,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, um leiguverðið í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðmundur segir að ekki sé hægt að kenna auknum kostnaði leigusala um þetta verð. „Þó það væri þannig þá er það bara einfaldlega þannig að leigjendur eru ekki þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusalans,“ segir hann. Leigusalar geti ekki komið skuldbindingum sínum yfir á leigjendur: „Hverjar sem þær eru og hverjir sem lánakostirnir sem kaupendurnir á fasteignunum búa við. Að það sé hægt að framselja þeim á einhverja leigjendur, það er bara algjörlega ótækt.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt Guðmundi er leiguverð eins og það sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á ekki einsdæmi. „Þetta eru verð sem við sjáum á markaðnum,“ segir hann. Samtök leigjenda hafa undanfarin mánuð verið með verðlagseftirlit á leigumarkaðnum. Ástæðan fyrir því er sú að verðsjá húsaleigu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) heldur úti, tekur ekki mið af þeim leigusamningum sem ekki eru þinglýstir. „Þinglýstir samningar eru einungis um það bil 48 prósent af leigumarkaðnum. Að stærstum hluta til eru það þeir samningar sem eru í lægri kantinum. Af því þegar leiguverð er orðið svona hátt eins og í þessu tilviki, 375 þúsund, þá þarf fólk einfaldlega að vera með það háar tekjur að það fær ekki húsaleigubætur. Það sér þá engan hag í að þinglýsa samningum.“ Guðmundur segir að því séu 52 prósent leigusamninga ekki undir verðsjánni hjá HMS. Þessir samningar séu hærri en þeir sem eru þinglýstir. „Við höfum safnað saman upplýsingum um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar til leigu á undanförnum þremur til fjórum vikum, þær staðfesta þetta sem Ragnar er að halda fram. Þetta er ekkert einsdæmi. Þetta er orðið, ég vill nú ekki segja að þetta sé meðalverðið í dæmi Ragnars, en þetta er orðið þannig að verðlagning á húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega, er mun hærri heldur en verðsjáin segir til um, og hefur okkur þótt nóg um það verð sem hún sýnir.“ 130 sóttu um sömu íbúðina Að sögn Guðmundar er eftirspurnin miklu meiri en framboðið. „Ég talaði við einn leigusala í dag sem auglýsti íbúð fyrir um 10 dögum síðan. Viðkomandi fékk 130 umsóknir um þá íbúð,“ segir hann. „Það ríkir algjör sjálftaka á þessum markaði, það eru engar hömlur.“ Guðmundur bendir þá á að þessi leiguverð eru síðan tengd við vísitölu. Húsaleigan sem Ragnar tekur sem dæmi eigi eftir að hækka í hverjum einasta mánuði frá og með undirskrift samningsins. „Það er líka eitt sem við höfum verið að benda á, að framkvæmd við vísitölutengingu húsaleigusamninga á Íslandi er hugsanlega bara kolólögleg. Það er engin stoð fyrir þessu í lögunum, það er ekki minnst á vísitölutengingu húsaleigusamninga í einum einasta lagabálk. Ekki nóg með það, hún er framkvæmd einu sinni í mánuði hérna á Íslandi en ekki einu sinni á ári eins og alls staðar annars staðar í Evrópu. Bara sú framkvæmd, að leggja hana á einu sinni í mánuði, hún eykur krónutöluna sem leigjendur borga í vísitöluuppfærslu um 200 prósent. Þannig það er allt óeðlilegt við þetta.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
„Það er bara akkúrat ekkert sem réttlætir það, ekki nokkur einasti hlutur,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, um leiguverðið í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðmundur segir að ekki sé hægt að kenna auknum kostnaði leigusala um þetta verð. „Þó það væri þannig þá er það bara einfaldlega þannig að leigjendur eru ekki þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusalans,“ segir hann. Leigusalar geti ekki komið skuldbindingum sínum yfir á leigjendur: „Hverjar sem þær eru og hverjir sem lánakostirnir sem kaupendurnir á fasteignunum búa við. Að það sé hægt að framselja þeim á einhverja leigjendur, það er bara algjörlega ótækt.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt Guðmundi er leiguverð eins og það sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á ekki einsdæmi. „Þetta eru verð sem við sjáum á markaðnum,“ segir hann. Samtök leigjenda hafa undanfarin mánuð verið með verðlagseftirlit á leigumarkaðnum. Ástæðan fyrir því er sú að verðsjá húsaleigu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) heldur úti, tekur ekki mið af þeim leigusamningum sem ekki eru þinglýstir. „Þinglýstir samningar eru einungis um það bil 48 prósent af leigumarkaðnum. Að stærstum hluta til eru það þeir samningar sem eru í lægri kantinum. Af því þegar leiguverð er orðið svona hátt eins og í þessu tilviki, 375 þúsund, þá þarf fólk einfaldlega að vera með það háar tekjur að það fær ekki húsaleigubætur. Það sér þá engan hag í að þinglýsa samningum.“ Guðmundur segir að því séu 52 prósent leigusamninga ekki undir verðsjánni hjá HMS. Þessir samningar séu hærri en þeir sem eru þinglýstir. „Við höfum safnað saman upplýsingum um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar til leigu á undanförnum þremur til fjórum vikum, þær staðfesta þetta sem Ragnar er að halda fram. Þetta er ekkert einsdæmi. Þetta er orðið, ég vill nú ekki segja að þetta sé meðalverðið í dæmi Ragnars, en þetta er orðið þannig að verðlagning á húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega, er mun hærri heldur en verðsjáin segir til um, og hefur okkur þótt nóg um það verð sem hún sýnir.“ 130 sóttu um sömu íbúðina Að sögn Guðmundar er eftirspurnin miklu meiri en framboðið. „Ég talaði við einn leigusala í dag sem auglýsti íbúð fyrir um 10 dögum síðan. Viðkomandi fékk 130 umsóknir um þá íbúð,“ segir hann. „Það ríkir algjör sjálftaka á þessum markaði, það eru engar hömlur.“ Guðmundur bendir þá á að þessi leiguverð eru síðan tengd við vísitölu. Húsaleigan sem Ragnar tekur sem dæmi eigi eftir að hækka í hverjum einasta mánuði frá og með undirskrift samningsins. „Það er líka eitt sem við höfum verið að benda á, að framkvæmd við vísitölutengingu húsaleigusamninga á Íslandi er hugsanlega bara kolólögleg. Það er engin stoð fyrir þessu í lögunum, það er ekki minnst á vísitölutengingu húsaleigusamninga í einum einasta lagabálk. Ekki nóg með það, hún er framkvæmd einu sinni í mánuði hérna á Íslandi en ekki einu sinni á ári eins og alls staðar annars staðar í Evrópu. Bara sú framkvæmd, að leggja hana á einu sinni í mánuði, hún eykur krónutöluna sem leigjendur borga í vísitöluuppfærslu um 200 prósent. Þannig það er allt óeðlilegt við þetta.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira