Fótbolti

Botnliðið nældi í mikilvæg stig í fallbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlos Alcaraz reyndist hetja Southampton í kvöld.
Carlos Alcaraz reyndist hetja Southampton í kvöld. Vísir/Getty

Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, nældi sér í mikilvæg þrjú stig er liðið vann 1-0 sigur gegn Leicester í kvöld.

Það var Carlos Jonas Alcaraz sem skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu eftir stoðsendingu frá Che Adams, en aðeins þremur mínútum áður hafði James Ward-Prowse misnotað vítaspyrnu fyrir liðið.

Gestirnir í Leicester sóttu stíft í síðari hálfleik og sköpuðu sér nokkur ákjósanleg færi. Harry Souttar var til að mynda hársbreidd frá því að jafna á lokasekúndum uppbótartímans, en skallaði boltann í þverslánna. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Southampton.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Southampton sem lyfti sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er nú með 21 stig eftir 24 leiki, aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Leicester er einnig í harðri fallbaráttu, en liðið er þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×