Segir Sólveigu Önnu sýna ofbeldishegðun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 15:02 „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ segir Friðjón Friðjónsson um orðræðu Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Friðjón Friðjónsson gagnrýnir orðaval Sólveigar Önnu Jónsdóttur, forystu Eflingar, í kjarabaráttunni og segir hana beita ofbeldishegðun. Hann segir að ef talað væri svona um fólk á vinnustað þyrfti að kalla til sálfræðinga. Sjálf gefur Sólveig Anna lítið fyrir ummæli Friðjóns, segir hann „miðaldra Sjálfstæðisprins“ og kallar eftir gagnrýni á það sem hún lítur á sem níðingsskap Samtaka Atvinnulífsins. Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira