Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. mars 2023 07:00 Ólafur Róbert Rafnsson er ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi. Vísir/Ívar Fannar Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum. TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum.
TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55