Miðlunartillagan samþykkt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 11:25 Miðlunartillaga í deilu Eflingar og SA var samþykkt rétt í þessu. Vísir Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. Tillagan var lögð fram miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn eftir fund deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðilar samþykktu þá að fresta öllum verkföllum og verkbönnum sem höfðu verið skipulögð dagana á undan. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það vera ánægjulegt að fá þessar niðurstöður og að þær hafi verið fyrirséðar. Um er að ræða sömu launahækkanir og eru í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins og gildir samningurinn til 31. janúar 2024. Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35 þúsund krónur til rúmlega 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögunni og er meðalhækkun um 42 þúsund krónur. Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9,5 til 13 prósent og meðalhækkun rúmlega 11 prósent. Kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, hækka um fimm prósent nema um annað sé samið, bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um átta prósent, desemberuppbót hækkar í 103 þúsund krónur, og hagvaxtarauka flýtt. Mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33 þúsund krónur. Allar hækkanir eru afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Þá hefur nýtt starfsheiti verið stofnað, Almennt starfsfólk gistihúsa, og þau hækkuð um launaflokk. Einnig höfðu náðst samningar hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa um betri kjör og áhættuþóknun. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Tillagan var lögð fram miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn eftir fund deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðilar samþykktu þá að fresta öllum verkföllum og verkbönnum sem höfðu verið skipulögð dagana á undan. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það vera ánægjulegt að fá þessar niðurstöður og að þær hafi verið fyrirséðar. Um er að ræða sömu launahækkanir og eru í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins og gildir samningurinn til 31. janúar 2024. Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35 þúsund krónur til rúmlega 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögunni og er meðalhækkun um 42 þúsund krónur. Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9,5 til 13 prósent og meðalhækkun rúmlega 11 prósent. Kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, hækka um fimm prósent nema um annað sé samið, bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um átta prósent, desemberuppbót hækkar í 103 þúsund krónur, og hagvaxtarauka flýtt. Mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33 þúsund krónur. Allar hækkanir eru afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Þá hefur nýtt starfsheiti verið stofnað, Almennt starfsfólk gistihúsa, og þau hækkuð um launaflokk. Einnig höfðu náðst samningar hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa um betri kjör og áhættuþóknun.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira