Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2023 14:08 Frá laxeldi í sjó við Patreksfjörð. Vísir/Einar Árnason Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Í könnuninni var spurt: „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum? Spurt var einnig hvort þáttakendur teldu að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum og af þeim 79 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru tveir þriðju á því að það ætti að banna það, eða 52 prósent. Könnunin var gerð í öllum landshlutum dagana 16. - 27. febrúar. Úrtakið var 1822 manns og fjöldi svarenda 956 manns eða sem nemur rúmum 52 prósentum. Nokkra breytingu má merkja í afstöðu frá því sem var í samskonar könnun Gallup hausið 2021. Þá voru rúmlega tvöfalt fleiri neikvæðir gagnvart sjókvíeldi en jákvæðir. Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF), Íslenski Náttúruverndarsjóðurinn (IWF), Landssambandi Veiðifélaga og Laxinn Lifi skora á ríkisstjórn Íslands að hlusta á vilja þjóðarinnar og hverfa frá þeirri mengandi og skaðlegu starfsemi sem laxeldi í opnum sjókvíum er. „Reynsla annara þjóða sýnir að umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru óásættanlegt og það er ekki réttlætanlegt að útrýma villtum laxastofnum og vistkerfum fyrir ofsagróða sjókvíaeldisfyrirtækja,“ segir í tilkynningu. „Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir skýrt að regluverk og eftirlit með iðnaðinum er í molum og að hagsmunaverðir iðnaðarins hafa haft óeðlilega mikil áhrif á löggjöfina. Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þegar hafa grafalvarleg umhverfisslys átt sér stað. Helst ber þar að nefna sleppingu hjá Arnarlaxi þar sem 88.000 frjóir, norskir eldislaxar sluppu út úr einni sjókví út í íslenskt vistkerfi.“ Öll áform um stækkun iðnaðarins séu hrein aðför að náttúru landsins og villtum laxi, gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Tengd skjöl Sjókvíeldi-gallupPDF220KBSækja skjal Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. 19. janúar 2023 13:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Í könnuninni var spurt: „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum? Spurt var einnig hvort þáttakendur teldu að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum og af þeim 79 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru tveir þriðju á því að það ætti að banna það, eða 52 prósent. Könnunin var gerð í öllum landshlutum dagana 16. - 27. febrúar. Úrtakið var 1822 manns og fjöldi svarenda 956 manns eða sem nemur rúmum 52 prósentum. Nokkra breytingu má merkja í afstöðu frá því sem var í samskonar könnun Gallup hausið 2021. Þá voru rúmlega tvöfalt fleiri neikvæðir gagnvart sjókvíeldi en jákvæðir. Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF), Íslenski Náttúruverndarsjóðurinn (IWF), Landssambandi Veiðifélaga og Laxinn Lifi skora á ríkisstjórn Íslands að hlusta á vilja þjóðarinnar og hverfa frá þeirri mengandi og skaðlegu starfsemi sem laxeldi í opnum sjókvíum er. „Reynsla annara þjóða sýnir að umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru óásættanlegt og það er ekki réttlætanlegt að útrýma villtum laxastofnum og vistkerfum fyrir ofsagróða sjókvíaeldisfyrirtækja,“ segir í tilkynningu. „Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir skýrt að regluverk og eftirlit með iðnaðinum er í molum og að hagsmunaverðir iðnaðarins hafa haft óeðlilega mikil áhrif á löggjöfina. Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þegar hafa grafalvarleg umhverfisslys átt sér stað. Helst ber þar að nefna sleppingu hjá Arnarlaxi þar sem 88.000 frjóir, norskir eldislaxar sluppu út úr einni sjókví út í íslenskt vistkerfi.“ Öll áform um stækkun iðnaðarins séu hrein aðför að náttúru landsins og villtum laxi, gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Tengd skjöl Sjókvíeldi-gallupPDF220KBSækja skjal
Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. 19. janúar 2023 13:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
„Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. 19. janúar 2023 13:00