„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Máni Snær Þorláksson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. mars 2023 16:43 Formaður Eflingar segir að baráttunni sé ekki lokið. Vísir/Vilhelm Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að hún og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi ekki búist við öðru en að tillagan yrði samþykkt. „Við sjálf og Eflingarmeðlimir áttuðum okkur á því að ekki var lengra komist,“ segir hún. „Fólk fær þarna þessa afturvirkni og það eru auðvitað vissar hækkanir sem koma til Eflingarfólks sem lagði niður störf. Eins og staðan var, í ljósi þess að SA einfaldlega neituðu að gera við okkur kjarasamning, þá féllst fólk á þetta.“ Aðspurð um það hvort þessi niðurstaða sé ákjósanlegt millistig segir Sólveig að svo sé ekki: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við auðvitað fögnum því að það kom þarna til hótelstarfsfólks og svo til þeirra sem starfa við akstur á hættulegum efnum hjá Skeljungi og Olíudreifingu og svo þeim sem starfa hjá Samskipum, koma þar hækkanir sem fólk barðist fyrir.“ Hún segist hafa viljað gera góðan samning fyrir meðlimi Eflingar en að SA hafi í komið veg fyrir það. „Við vildum gera góðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk en vegna þess að viðsemjendur okkar, SA, neituðu að eiga við okkur eðlilegar kjarasamningsviðræður þá var einfaldlega ekki hægt.“ Erfitt að sætta sig við tillöguna Miðlunartillagan líkist í grunnatriðum kjarasamningnum sem Starfsgreinasambandið gerði fyrir áramót. Sólveig segir að Efling hafi einfaldlega verið svipt tækifærinu til að gera svokallaðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. „Það er auðvitað eitthvað sem er erfitt að sætta sig við. Við auðvitað þurfum að fara mjög ítarlega yfir og gæta þess að það geti bara aldrei gerst aftur.“ Þá er hún harðorð í garð SA en hún segir samtökin og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra þeirra, hafa afhjúpað sig í kjaradeilinnu. „SA og framkvæmdastjóri SA hafa afhjúpað sig sem fólk sem bókstaflega svífst einskis til þess að reyna að kremja og eyðileggja baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Það náttúrulega tókst ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Eflingarfólk hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að berjast. Það hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að leggja niður störf til þess að ná árangri.“ Árangurinn felist í afhjúpun Sólveig segir að þessi harða kjaradeila hafi skilað árangri þrátt fyrir að niðurstaðan sé ekki sú sem Efling óskaði sér. „Við höfum náð þeim mikilvæga og bráðnauðsynlega árangri að afhjúpa þá sjúku forherðingu sem ríkir gagnvart hagsmunum láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast og við byggjum á því, þessari góðu samninganefnd, öllu þessu frábæra fólki sem við höfum náð tengslum við í félaginu okkar og við komum sterkari til baka næst.“ Hún er því ekki sammála orðum framkvæmdastjóra SA um að þessi kjaradeila hafi skilað litlu fyrir Eflingu: „Ég skil að fyrir fólk sem metur allt í peningum þá sé erfitt að skilja samtöðu og baráttuvilja þeirra sem hafa lítið á milli handanna. Ég tel að ég geti ekki útskýrt afstöðu okkar í Eflingu betur fyrir SA, ég hef reynt að gera það síðustu mánuði þannig ég ætla ekki að reyna það.“ Þurfi að gæta þess að svona aðstæður skapist ekki á ný Þó svo að þessari kjaradeilu sé nú lokið þá eru fleiri kjaraviðræður framundan. Viðræður vegna samninga á opinbera markaðnum fara fljótlega í gang og síðar á árinu hefjast viðræður um langtímakjarasamninga. Samninganefnd Eflingar fundar í kvöld um samninga á opinbera markaðnum, Sólveig segir það vera næsta stóra verkefni félagsins. „Svo auðvitað eins og allir vita þá bíða samningar en við skulum nú aðeins leyfa rykinu að settlast og gefa Eflingu tækifæri til þess að fara inn í næsta stóra verkefni sem er það að gera góðan kjarasamning fyrir þann stóra hóp félagsfólks sem starfar á opinbera markaðnum.“ Er einhver grunnur fyrir áframhaldandi viðræðum fyrir meiri hækkunum? „Það er skylda SA að gera kjarasamning við Eflingarfólk og það verður ekki hjá henni komist. Ástæðan fyrir því að þessar fráleitu aðstæður sköpuðust var að það átti að þröngva upp á okkur samning sem aðrir höfðu gert. Við þurfum þá auðvitað bara að gæta þess að slíkar aðstæður skapist ekki á ný.“ Að lokum segir Sólveig að það sé að sjálfsögðu möguleiki á að verkfallsvopninu verði beitt aftur. Hún kveðst vera bjartsýn fyrir komandi átökum. „Ég er ávallt bjartsýn vegna þess ég veit að Eflingarfólk er tilbúið að standa saman og berjast þannig já, ég er bjartsýn.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að hún og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi ekki búist við öðru en að tillagan yrði samþykkt. „Við sjálf og Eflingarmeðlimir áttuðum okkur á því að ekki var lengra komist,“ segir hún. „Fólk fær þarna þessa afturvirkni og það eru auðvitað vissar hækkanir sem koma til Eflingarfólks sem lagði niður störf. Eins og staðan var, í ljósi þess að SA einfaldlega neituðu að gera við okkur kjarasamning, þá féllst fólk á þetta.“ Aðspurð um það hvort þessi niðurstaða sé ákjósanlegt millistig segir Sólveig að svo sé ekki: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við auðvitað fögnum því að það kom þarna til hótelstarfsfólks og svo til þeirra sem starfa við akstur á hættulegum efnum hjá Skeljungi og Olíudreifingu og svo þeim sem starfa hjá Samskipum, koma þar hækkanir sem fólk barðist fyrir.“ Hún segist hafa viljað gera góðan samning fyrir meðlimi Eflingar en að SA hafi í komið veg fyrir það. „Við vildum gera góðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk en vegna þess að viðsemjendur okkar, SA, neituðu að eiga við okkur eðlilegar kjarasamningsviðræður þá var einfaldlega ekki hægt.“ Erfitt að sætta sig við tillöguna Miðlunartillagan líkist í grunnatriðum kjarasamningnum sem Starfsgreinasambandið gerði fyrir áramót. Sólveig segir að Efling hafi einfaldlega verið svipt tækifærinu til að gera svokallaðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. „Það er auðvitað eitthvað sem er erfitt að sætta sig við. Við auðvitað þurfum að fara mjög ítarlega yfir og gæta þess að það geti bara aldrei gerst aftur.“ Þá er hún harðorð í garð SA en hún segir samtökin og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra þeirra, hafa afhjúpað sig í kjaradeilinnu. „SA og framkvæmdastjóri SA hafa afhjúpað sig sem fólk sem bókstaflega svífst einskis til þess að reyna að kremja og eyðileggja baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Það náttúrulega tókst ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Eflingarfólk hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að berjast. Það hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að leggja niður störf til þess að ná árangri.“ Árangurinn felist í afhjúpun Sólveig segir að þessi harða kjaradeila hafi skilað árangri þrátt fyrir að niðurstaðan sé ekki sú sem Efling óskaði sér. „Við höfum náð þeim mikilvæga og bráðnauðsynlega árangri að afhjúpa þá sjúku forherðingu sem ríkir gagnvart hagsmunum láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast og við byggjum á því, þessari góðu samninganefnd, öllu þessu frábæra fólki sem við höfum náð tengslum við í félaginu okkar og við komum sterkari til baka næst.“ Hún er því ekki sammála orðum framkvæmdastjóra SA um að þessi kjaradeila hafi skilað litlu fyrir Eflingu: „Ég skil að fyrir fólk sem metur allt í peningum þá sé erfitt að skilja samtöðu og baráttuvilja þeirra sem hafa lítið á milli handanna. Ég tel að ég geti ekki útskýrt afstöðu okkar í Eflingu betur fyrir SA, ég hef reynt að gera það síðustu mánuði þannig ég ætla ekki að reyna það.“ Þurfi að gæta þess að svona aðstæður skapist ekki á ný Þó svo að þessari kjaradeilu sé nú lokið þá eru fleiri kjaraviðræður framundan. Viðræður vegna samninga á opinbera markaðnum fara fljótlega í gang og síðar á árinu hefjast viðræður um langtímakjarasamninga. Samninganefnd Eflingar fundar í kvöld um samninga á opinbera markaðnum, Sólveig segir það vera næsta stóra verkefni félagsins. „Svo auðvitað eins og allir vita þá bíða samningar en við skulum nú aðeins leyfa rykinu að settlast og gefa Eflingu tækifæri til þess að fara inn í næsta stóra verkefni sem er það að gera góðan kjarasamning fyrir þann stóra hóp félagsfólks sem starfar á opinbera markaðnum.“ Er einhver grunnur fyrir áframhaldandi viðræðum fyrir meiri hækkunum? „Það er skylda SA að gera kjarasamning við Eflingarfólk og það verður ekki hjá henni komist. Ástæðan fyrir því að þessar fráleitu aðstæður sköpuðust var að það átti að þröngva upp á okkur samning sem aðrir höfðu gert. Við þurfum þá auðvitað bara að gæta þess að slíkar aðstæður skapist ekki á ný.“ Að lokum segir Sólveig að það sé að sjálfsögðu möguleiki á að verkfallsvopninu verði beitt aftur. Hún kveðst vera bjartsýn fyrir komandi átökum. „Ég er ávallt bjartsýn vegna þess ég veit að Eflingarfólk er tilbúið að standa saman og berjast þannig já, ég er bjartsýn.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu