„Að sjálfsögðu á að banna þetta“ Snorri Másson skrifar 11. mars 2023 09:16 Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum. Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði. Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði.
Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55